Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 96
Þjóðvinafélag'ið 1939.
Ársbækur félagsins. Að þessu sinni gefur félagið
út Almanak, Andvara og Bréf og ritgerðir I, 2., eftir
Stephan G. Stephansson. ■— Almanakið er með svip-
uðum hætti og venja hefir verið undanfarið. Skal
ekki fjölyrt um það hér, enda er sjón sögu rikari.
Ætlunarverk þess hefir jafnan verið það, að færa
lesöndum sínum ýmis konar gagnlegan fróðleik og
ég ætla, að það hafi tekizt, a. m. k. að nokkru leyti,
að gera úr því handhæga og reyndar ómissandi hand-
bók, fyrst og fremst um innlenda viðburði (Árbók
íslands), nýjustu upplýsingar um landshagi i ýms-
um greinum (Úr hagskýrslum) ár hvert, auk ýmis-
konar fræðiþátta. Að þessu sinni skal athygli vakin
á ritgerð Þorsteins Þorsteinssonar um íslendinga í
Vesturheimi, en það má kalla fyrstu tilraun til að
gefa íslenzkum lesöndum yfirlit um mannfjölda og
aðra hagi landa vorra vestra, byggt á nýjustu hag-
skýrslum. —■ Andvari. Að þessu sinni er Andvari
allmiklu stærra en oftast áður, 8 arkir í stað 6. Flyt-
ur hann minningargrein um Tryggva Þórhallsson
ráðherra, eftir Þorkel Jóhannesson. Ferðaþátt, eftir
Guðmund Friðjónsson skáld á Sandi. Grein um
franska stjórnmálagarpinn Clemenceau, eftir Baldur
Bjarnason. Þátt um blóm og aldin, eftir Steindór
Steindórsson. Grein um islenzkt þjóðerni, eftir
Barða Guðmundsson. Og loks frásögn um einokunar-
félögin 1733—1758, eftir Björn K. Þórólfsson. Að
þessu sinni mun grein Barða Guðmundssonar um
íslenzkt þjóðerni vekja mesta athygli, en hér gerir
hann grein fyrir kenningum sínum um uppruna
landnámsmanna, sem valdið hafa miklu umtali í út-
varpi og blöðum hér á landi og annars staðar á norð-
urlöndum i sumar og haust. — Bréf og ritgerðir I, 1.,
eftir Stephan G. Stephansson. Með hefti þessu er
lokið útgáfu 1. bindis af bréfum Stephans og nær
(92)