Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 34
kirkjunnar, sem sumir reyndar efast um, en hann
á vaid sitt að nokkru leyti að þakka Márum, Mú-
hameðstrúarmönnum, höfuðóvinum kaþólsku kirkj-
unnar. Það er að vísu ekki ljóst, hvernig Franco
ætlar að skipa kirkjumálum á Spáni, en það verður
vafalaust ekki á þann hátt, sem páfinn mundi helzt
kjósa.
Það er því ekki undarlegt, þótt það sé stjórnmála-
maður, sem nú situr á stóli hins heilaga Péturs,
fremur en kirkjulegur kennimaður, þvi það verður
á sviði stjórnmálanna, sem hinn nýi páfi fær að
reyna sig mest, að því er séð verður.
Páfinn í Róm er langsamlega elztur allra þjóð-
höfðingja heimsins. Kirkjan heldur því fram, að
Pétur postuli hafi eiginlega stofnað páfadæmið, og
síðan hafi 262 páfar setið að völdum. Sagnfræð-
ingar eru nú raunar vantrúaðir á þessa kenningu,
en það er víst, að þegar í fornöld var biskupinn
í Róm orðinn æðsti maður kirkjunnar í vesturlönd-
um. Það er því fornt tignarsæti, sem Píus XII. hefir
setzt í.
í Frakklandi var kosningu hins nýja páfa vel
tekið, en miður í einræðisríkjunum, eins og vænta
mátti. Það er alkunnugt, að hann er eindreginn
andstæðingur Gyðingaofsókna og kynþáttabarátt-
unnar yfirleitt.
Hin fyrsta ræða, sem Píus XII. hélt i útvarp
páfahallarinnar, var öll um friðinn og verndun
hans. Hann kvaðst vilja feta í fótspor fyrirrennara
síns, sem hefði boðið Guði líf sitt til verndunar
friðnum. Hann talaði um hin miklu vondu öfl í
heiminum, sem með eigingirni sinni og valdalöngun
hilcuðu ekki við að stefna til ófriðar. Hann kvaddi
allt mannkynið til friðar, til friðar milli þjóðanna,
til bróðurlegrar samhjálpar í vinc'"mlegri samvinnu
og gagnkvæmum skilningi til heilla fyrir allar
þjóðir.
(30)