Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 63
Einkennilegt er, hve menn verða fljótt náttblindir,
þegar A-efnið vantar í matinn. ÞaS er eitt fyrsta
sjúkdómseinkenniS, en þess verSur oft ekki vart,
nema læknar prófi þaS. Rúmlega helmingur skóla-
barna í Bandaríkjunum, inni í miðju landi, reynd-
ust náttblind — áttu erfitt með að átta sig í skugg-
sýnu. Orsökin væntanlega sú, að þegar allt er heil-
brigt, sezt mjög mikið af A-vítamíni fyrir í sjón-
himnu augans. Vanfærar konur þurfa meira vítamín
en ella, og hættir þeim því við að verða náttblind-
ar. Þetta læknast fljótt með lýsisnotkun.
Þegar fæðið er alveg snautt að A-vítamíni, þorna
augun upp; þetta hefir sézt hjá ungbörnum í Japan
og i Danmörku, og börnin hafa misst sjónina. Þetta
vildi til á striðsárunum. 1 Danmörku sýndi Dr. E.
Bloch fram á, að það kom til af því, að pelabörn
fengu aðeins undanrennu eða grjónaseyði á pelann.
En A-vítamínin fylgja mjólkurfitunni. Það er vara-
samt fyrir sveitaheimili að selja allan rjómann, en
hafa aðeins undanrennuna handa þeim, sem heima
eru.
Þeir, sem hafa venjulegt, tilbreytilegt fæði, fá nóg
af A-vítamíni, einkum þjóðir, sem lifa mikið á fisk-
meti, og þar sem lýsi er notað. Sjúkdómseinkenni
þau, sem lýst hefir veriö, gera ekki vart við sig,
nema þegar sérstaklega stendur á um mataræði. En
þau eru mjög sannfærandi um, hve A-efnið vinnur
merkilegt verk i likamanum, þó það sé í kyrþey.
Það A-efni, sem ekki safnast fyrir í lifrinni, má
finna í blóðinu og víðar, t. d. í brjóstamjólk, og er
sérstaklega mikið A-efni í broddi. Um meðgöngu-
tímann, og þegar barn er á brjósti, er mjög nauðsyn-
legt, að konur fái ríkulega A-vítamín.
D-vítamín. Það má ekki taka til þess, þó vita-
mínunum sé ekki lýst í réttri stafrófsröð. En A- og
D-efnin fylgjast mikiö til að, t. d. i þorskalýsi, og
eru yfirleitt uppleyst samtímis í feitum efnum. Þess-
(59)