Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 46
eyri tvö hús á Oddeyri %, bær á Hvaramstanga
2%, fiskhús á Seyðisfirði 1%, hús á Siglufirði 1%
Og
Búnaður. Árið var að ýmsu leyti hagstætt. Farg-
að var 353 þús. dilkura, eða 46 þús. færri en 1937,
og af fullorðnu litlu meira en % slátrunar 1937.
Stafar það a. n. I. af fjárfækkun síðustu ára vegna
mæðiveikinnar. Nú liefir tekizt að hamla svo út-
breiðslu hennar, að fáir bændur tiltölulega farga
bústofni sínum hennar vegna. En nýir sauðfjársjúk-
dómar komu i ljós, kýlapest i Þingeyjarsýslu og
garnaveiki (Johnssýki) viða. Fé varð óvenju vænt,
meðal-skrokkþungi dilka 14,27 kg. eða lVa kg. meira
en 1935 og % kg. meira en 1937. Verði á ull og gær-
um hnignaði mjög. Útfl. landbúnaðarvörur urðu
8,4 millj. kr.
Mjólkurframleiðsla hélt áfram örum vexti, eftir
stöðvun i bili 1937. Magn hennar í mjólkurbúum óx
úr 12,4 i 13,2 millj. lítra á verðlagssvæði Rvikur og
Hafnarfjarðar, úr 0,4 í 0,5 i Skagafirði og úr 2,8 i
3,1 millj. 1. í Eyjafirði. Að nýju var tekin upp blönd-
un smjörs í smjörliki 5%.
Kornakrar gáfu góða uppskeru þar sem frost
spillti þeim ekki. Kartöflur voru settar í stærra land
en nokkru sinni fyrr, en uppskera varð að saman-
lögðu svipuð og 1937, að vísu meiri en var fyrir
nokkrum árum, en þó aðeins helmingur þess, sem
þurft hefði. Kvillar voru með verra móti á gulróf-
um og káli (maðkur), en kartöflumygla lítil.
Loðdýrarækt óx mjög. Frá hausti 1937 til hausts
1938 hafði fjölgað silfurrefum úr 2552 í 4221, blá-
refum úr 350 i 682 og minkum úr 850 í 2000, og var
þá verðmæti stofnsins ásamt búrum og girðingum
talið um 2 millj. kr. Stofninn batnaði við innflutn-
ing góðra dýra og strangt lífdýraval.
Fjölbreyttar búnaðarsýningar voru að Þjórsártúm
%, garðyrkjusýning í Rvík 2.—4. sept. (8 þús. gestir),
(42)