Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 84
til Bandaríkjanna. Nál. % af íslenzkum innflytjend-
um í Bandaríkjunum um 1930 var innfluttur síðan
1920, en aðeins 6% af íslenzkum innflytjendum í Kan-
ada. Eldri innflytjendur eru töluvert fleiri i sveitum,
en þeir, sem komið liafa eftir striðið, eru einkum i
borgunum.
Ríkisborgararéttur. Af íslenzkum innflytjendum,
sem voru i Kanada 1931, höfðu 5221 eða 91.1% fengið
Tcanadiskan borgararétt. Er það miklu hærra hlutfall
heldur en meðal innflytjenda af öðrum þjóðum.
Næstir íslendingum voru Sýrlendingar með 74.1%.
Af íslenzkum innflytjendum í Bandarikjunum 1930
höfðu 1887 eða 08.3% fengið borgararétt i Banda-
rikjunum, en 257 eða 9.3% höfðu „first papers“ þ. e.
höfðu tilkynt, að þeir óskuðu að öðlast borgararétt-
indi, en slík réttindi eru venjulega ekki veitt fyr en
tveim árum eftir að sótt hefur verið um þau og um-
sækjandi búinn að dvelja 5 ár samfleytt i Banda-
TÍkjunum.
Móðurmál. Við Bandarikjamanntalið er spurt um
móðurmál þeirra, sem fæddir eru utan Bandaríkj-
anna. Af þeim töldust við síðasta manntal 2714 manns
með íslenzkt móðurmál og skiptust þannig eftir fæð-
ingarstað.
Fæddir á íslandi .............. 2 420 eða 89.j°/o
— í Kanada............... 233 — 8.« —
— í öðrum löndum ........ 61 — 2.i —
Samtals 2 714 eða 100.o°/o
Tilsvarandi tölur við undanfarandi manntöl voru
2369 árið 1920 og 2501 árið 1910.
Með móðurmáli er í skýrslunum átt við það mál,
sem talað var á heimilinu áður en menn fluttust
til Bandarikjanna. Það virðist þvi harla kynlegt, að
af 2764 manns, sem taldir voru við manntalið 1930
fæddir á íslandi, skuli aðeins 2420 hafa verið taldir
(80)