Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 68
mörg dauðsföll eru á ári hverju. Á lægra stigi gerir
veikin aðeins vart við sig með svefnleysi, megrun,
hármissi og naglasjúkdómum. Ofdrykkjumönnum er
hætt við Pellagra, vegna lystarleysis og veiklunar á
maganum.
Sú tegund B2-vítamíns, — líka nefnd PP-efnið —
sem ver menn gegn þessum krankleika, er einkum
í slátri svína og nauta, í síld, laxi og grænmeti. Efnið
stjórnar m. a. járn- og brennisteins-skiptum líkam-
-ans. Það er of lítill brennisteinn i fingurnöglum
pellagra-sjúklinganna; þess vegna naglasjúkdómur.
Meðal annarra B2-efna má einkum nefna blóð-bæti-
<efnið (Anæmiefaktor), sem vinnur sitt blóðbætandi
verk i sambandi við efni úr slímhúð magans; vanti
það, fá sjúklingarnir hættulegt blóðleysi (anæmia
perniciosa), vegna þess hve rauðu blóðkornin verða
skammlíf og léleg. Lifrin er merkileg geymslustöð
fyrir þetta efni. Lifur og lifra-lyf eru líka mjög
notuð við blóðsjúkdómum.
(Menn þekkja líka vítamínin Ba, B4, B-, B0 og B7,
en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér).
C-vítamín. Þessu fjörefni hefir öðrum vitaminum
fremur verið lýst hér á landi, m. a. út af ágreiningn-
um um innflutningshömlur á nýjum ávöxtum, og
má því væntanlega fara nokkuð
fljótt yfir sögu.
Það er ungverskur læknir, dr.
Szent-Györgyi, sem hefir fundið, að
C-efnið er kolvetnissamband; fann
hann kemísku formúluna og sýndi
fram á, hvernig efniseindunum er
skipað niður. Er það sýnt á mynd
þeirri, er hér fylgir.
Það er ekki fullnægjandi að
þekkja kemíska formúlu vítamina,
heldur líka skipun eða niðurröðun
atómanna. En þarna er ein slík
(64)
PíO 'C • H
\
CHjOff
G-vitamín =
Askorbinsýra.