Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 60
margt til brunns að bera á þessu sviði vísindanna.
í stuttu máli sagt vissu menn þetta: Til þess að
fæðið sé fullkomið þarf það að hafa í sér 1) eggja-
hvítuefni (protein), 2) fitu, 3) kolvetni, 4) vatn og
5) steinefni. Eggjahvítuefnin fá menn mestmegnis
með því að borða magurt kjöt, þ. e. a. s. vöðva úr
skepnum; en vöðvahold er svipað að efnasamsetn-
ing eins og hvítan í eggjum; þaðan er nafnið
dregið. Fita er bæði af skepnum og úr plöntuolíum.
Kolvetni er allskonar kornmatur, brauð og sykur;
nafnið er dregið af því, að kolvetni hafa í sér sömu
efni sem vatn, þ. e. a. s. súrefni (0) og vatnsefni (H),
en kol að auki. Ekki má gleyma vatninu í matnum,
því % hlutar holdsins er ekki annað en vatn. Stein-
efnin eru kalk og fosfór í beinunum, járn i blóð-
kornum, joð í skjaldkirtlum o. fl.
En laust upp úr aldamótunum síðustu komust
vísindin á snoðir um, að ekki voru öll kurl komin
til grafar. Það kom í ljós, að skepnur, sem voru
aldar á ofantöldum efnum, kemiskt hreimim, gátu
ekki þrifist, en fengu ýmislega krankleika og upp-
dráttarsýki. Merkar rannsóknir um þetta gerði m. a.
þýzki læknirinn, próf. W. Stepp, Múnchen. [En þessi
almanaksgrein styðst að miklu leyti við nýlega út-
komið rit eftir hann og Dr. J. Kúhnau u. Dr. H.
Schroeder: „Die Vitamine u. ihre klin. Anwendung“.
Stuttgart 1938.] Það voru einkum alifuglar, og
rottu- og músaryrðlingar, sem notaðir voru við þess-
ar fóðurtilraunir. Líka voru ýmsir sjúkdómar í
mannfólki, m. a. augnsjúkdómar, sem læknarnir
höfðu hugboð um að kæmu til af óhentugu og of
fábreytilegu fæði. Vísindamennirnir leiddu sterkar
líkur að þvi, að fullkomið fæði mundi hafa í sér
frá náttúrunnar hendi óþekkt efni, sem mesta
nauðsyn væri að geta efnagreint. Efnin hlutu nafnið
Vítamín (Funk) af latneska orðinu vita- líf, og amín,
sem er klofning úr eggjahvítu; var hugsað, að amin
(56)