Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 59
vik Guðmundsson veitti forstöðu og stóð að Kolvið-
arhóli fyrir atvinnulausa unglinga.
Björn Sigfússon.
Vítamín.
Verkefni Iæknisfræðinnar hafa mjög aukizt á sið-
ari árum. Áður var það hlutverk læknanna að
stunda sjúka menn, og lítið þar yfir. En á sið-
ustu áratugunum hafa bætzt við önnur viðfangsefni,
sem eru aðallega fólgin i þvi að koma í veg fyrir
sjúkdóma. Þennan þátt læknisvísindanna má rekja
til visindaiðkana enska læknisins Edward Jenner
(t 1823) og franska vísindamannsins Louis Pasteur
(t 1895). Sá fyrrnefndi sýndi fram á, hvernig má
verjast skæðri bólusótt, með kúabólusetningu. En
Pasteur, sem var höfundur bakteríu-fræðinnar,
kenndi læknunum, hvernig má forðast ýmsar farsótt-
ir. Pasteur var upphaflega efna- og eðlisfræðingur, en
ekki læknir. Til þessara visinda má rekja hina til-
tölulega nýju stefnu læknavísindanna, sem beinist
í „social“ átt. Það er fjarri þvi, að starf nútíma-
lækna sé eingöngu bundið við sjúkrabeð þjáðra
tnanna. Miklir starfskraftar fara nú til heilsuvernd-
ar — til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma.
Áþreifanlegastar á þessu sviði eru vitanlega sótt-
varnir, sem teppa útbreiðslu farsótta. Líka stöðvar
til berklavarna og barnaverndar. Á siðari árum hafa
læknarnir snúið sér með miklum áhuga að matar-
æðisrannsóknum, og er tilgangurinn að varðveita
heilsu þjóðanna og afstýra ýmsum krankleika, með
Þvi að halda að fólki því fæði, sem manneldis-
visindin geta mælt með. Og hér er það einmitt, sem
hin nýju vítamín-vísindi koma til sögunnar.
Vér megum að vísu ekki ofmetnast af þekking
síðustu ára. Kynslóðin á undan okkar hafði líka
(55)