Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 76
fremsta dálki eru 3 fyrstu stafir ártalsins, en síð-
asti tölustafur þess er ritaður yfir dálknum. T. d.
finnast páskar árið 1243, með þvi að finna töluna
124 i fremsta dálki töflunnar, og fara eftir þeirri
línu að 5. dálki, sem hefir yfirskriftina 3. Stendur
þar 12.a, sem á að lesa: 12. april voru páskar árið
1243. Hér verða sýnd nokkur dæmi upp á það,
hvernig nota má almanakið og páskatöfluna til að
breyta gömlum dagsetningum í nútíðardagsetn-
ingar. Dæmin eru tekin úr hinu íslenzka Fornbréfa-
safni.
1. I Spjaldhaga, ár 1495 „faustudaginn næsta
fyrir Ions messo Baptiste vm sumarit“. Páskataflan
sýnir, að árið 1495 bar páska upp á 19. apríl, en
í almanaki þessa árs (1940) er þessi dagur föstu-
dagur, svo að föstudagur 1940 svarar til sunnu-
dags 1495. Almanakið segir Jónsmessu 24. júní og
næsti miðvikudagur þar á undan er 19. júní, og
þann mánaðardag, hefir þá föstudagurinn næsti
fyrir Jónsmessu verið árið 1495. Dagsetningin er
þvi 19. júní 1495.
2. Á Hólum í Hjaltadal ár 1500, „fostudagenn næsta
fyrir palmsunnudag“. 1500 voru páskar 19. apríl,
sem er föstudagur 1940, og 1500 var þá pálmasunnu-
dagur 12. apríl, og dagsetning skjalsins 10. apríl
1500.
3. í sama bréfi dagsetningin „æ lavgardagenn j
imbrvviku vm havstid“ 1499. Páskar 1499 31.
marz, sem er sunnudagur 1940, svo að laugardagar
1499 falla á sama mánaðardag og 1940. Laugardag-
urinn í imbrudögum 1940 er 21. sept. og dagsetn-
ingin er þá 21. sept. 1499. Dagsetningin reynist
rétt, en hefði hæglega getað orðið skökk um viku,
ef eftir öðru almanaki hefði verið farið, t. d. al-
manaki 1937, því að imbrudagarnir færast til, Þ°
svo að fyrsti miðvikudagur eftir krossmessu er
fyrsti imbrudagur um haustið. Réttast hefði Þa
(72)