Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 39
fundu, að sams konar einfaldar formúlur, en þó
nokkru flóknari, giltu um tíðni geislanna í litrófum
ýmissa annarra efna.
Fram til ársins 1911 voru hugmyndir fræðimanna
um gerð atómsins mjög þokukenndar, cn þá var
það sem Rutherford setti fram kenninguna um
kjarnaatómið, eftir að hann hafði uppgötvað hinn
positífa atómkjarna. Kjarnaatómi Rutherfords skal
nú lvst í stórum dráttum og hvernig hann komst að
niðurstöðum sínum með tilraunum og mælingum.
Geislamögnuð efni eins og radium senda frá sér
þrjár tegundir af geislum, sem kallaðir eru a (alfa),
P (beta) og y (gamma) geislar eftir fyrstu stöfun-
um í gríska stafrófinu. a-geislarnir eru smáagnir,
sem þeytast út frá geislaefninu (radium) og eru
hlaðnir positífu rafmagni, en að öðru leyti eru þeir
eins og atóm helíums (sólefnis). Rutherford lét
a-geisla frá radium fara í gegnum gat og lenda á
zinksulfíðspjaldi. Þá sást á spjaldinu ljósblettur, þar
sem a-geislarnir lentu, en sjálfir eru a-geislarnir
auðvitað ósýnilegir. Þegar hann setti afarþunnt
málmblað fyrir gatið, varð ljósbletturinn á spjald-
inu ekki jafn glöggt takmarkaður, en að öðru leyti
líkur og áður. Þetta sýndi, að mestur hluti a-agn-
anna kemst óhindraður gegnum málmblaðið, en
sumar agnirnar breyta þó stefnu meira eða minna
og geta jafnvel snúið alveg við. Þessu má líkja við
það, ef fjölda mörgum höglum væri slcotið gegnum
smértöflu, og flest þeirra færu óhindruð í gegn,
en einstaka hagl kæmi þjótandi út úr töflunni
með allt annarri stefnu en allur fjöldinn. Þá lægi
beint við að álykta, að í smérinu væru harðar
agnir, mjög strjálar, sem þessi einstöku högl hefðu
rekizt á, og eftir því hve mörg högl yrðu fyrir slík-
'im árekstrum, mætti reikna út, hve strjált þessar
agnir lægju eða, ef það væri vitað fyrirfram, þá
hve stórar þær væru. Það sýndi sig, að þessar agnir,
(35)