Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 80
I'æddir á Af islenzku
Islandi ætterni
Kanada ............... 5 731 19 382
Bandaríkin......... 2 764 7 413
Samtals 8 495 26 795
í Kanada skiptust þeir, sem taldir eru af íslenzku
ætterni, þannig eflir fæðingarstað.
Kanada ............... 12 684 eða 65.4 °/o
ísland................ 5 614 — 29.o —
Bandaríkin............ 1011 — 5.o —
Önnur lönd ........... 73 — 0.4 —
Samtals 19 382 eða 100.oo/o
Þeir fæðingarstaðir, sem taldir eru í einu lagi,
sundurliðast þannig: Bretaveldi 40 (þar af helming-
urinn á írlandi), Danmörk 15, Noregur 4, Sviþjóð 3,
Austurríki 2, Finnland 1, Ungverjaland 1, Italia 1,
önnur lönd 6.
Af þeim, sem taldir eru af íslenzku ætterni í Banda-
rikjunum, voru 2764 fæddir á íslandi, en 4649 í
Bandaríkjunum. Þeir skiptast þannig eftir foreldri.
Báðir foreldrar íslenzkir
(þ. e. fæddir á íslandi) .. 3177 eða 68.8 °/o
Faðir íslenzkur, en móðir
innlend eða annarra þjóða 799 — 17.j —
Móðir íslenzk, en faðir inn-
lendur 673 — 14.6 —
Samtals 4 649 eða lOO.o •/.
Ef Kanadareglan um ætterni væri notuð í Banda-
ríkjunum, þá félli í burtu síðasti liðurinn (móðir
íslenzk), 673 manns, en í staðinn bættist við þriðja
kynslóðin í karllegg frá íslenzkum innflytjendum og
ennfremur afkomendur íslenzkra innflytjenda fæddir
í Kanada, en þeir teljast í Bandarikjamanntalinu
undir kanadisku ætterni. í Kanada eru aftur á móti
engir taldir af Bandaríkjaætterni, heldur eru þeir,
(76)