Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 58
greiðslujöfnuður virtist næstum hafa náðst. Útfluttar
sjávarafurðir voru 48,5 millj., en landbúnaðarafurðir
8,4 millj. (Tölurnar bráðabirgðauppgjör).
Verzlunarjöfnuður varð óhagstæður við þrjú mestu
innflutningslöndin, Bretland um 0,9 millj., Þýzka-
land um 2,7 millj. og Danmörk um 1,3 millj. kr. Innfl.
nam af heildarmagni innfl.: frá Bretlandi 26% (26%),
Þýzkalandi 23)£% (20%), Danmörk 13)4% (14%),
Svíþjóð 8%% (9%), Ítalíu 8%% (8%%), Noregi
8%% (9%). — Tölurnar 1937 eru í svigum. Aukn-
ingin við Þýzkaland varð á kostnað Norðurlanda.
Innan lands var lítið breytt verði á innlendum af-
urðum og söluskipulag eins og 1937. Mjólkurverð var
hækkað í Reykjavík og Hafnarfirði úr 40 au. i
42 au. 1 lítra flaska, til þess að unnt yrði að bæta
bændum betur upp verðlága vinnslumjólk, sem vex
ört. Innflutningshömlur 'greiddu sölu islenzks iðn-
aðarvarnings.
Viðskiptaháskóli var settur á stofn i okt. með 8
nemendum.
Vinnumarkaður. Atvinnuleysistölur urðu að sam-
lögðu hærri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir góðæri
að mörgu leyti. Kaup hækkaði óviða. Alþingi ákvað
174 að leysa með lögþvinguðum gerðardómi deilu um
kaup og kjör sjómanna á togurum (Úrskurður gerð-
ardómsins kom 2%). Á sama hátt leysti það % með
lögþvinguðum gerðardómi (sem kveðinn var upp !%)
deilu um kaup og kjör stýrimanna á farþega- og
flutningaskipum. Á Hellissandi tókust sættir 17/i eftir
viku vinnustöðvun i kaupdeilu (hlutaskipti). % varð
sætt, eftir 4 daga vinnustöðvun, milli bílstjórafélags-
ins Hreyfils og Strætisvagna Reykjavikur. 27/í var
kaupdeila á Siglufirði leyst fyrir milligöngu sátta-
semjara rikisins. Á netabætingarverkstæðum í Reykja-
vik varð þrálát kaupdeila og vinnustöðvun um vorið.
— Af aðgerðum gegn atvinnuleysi má auk svipaðra
atvinnubóta og undanfarið nefna vinnuskóla, er Lúð-
(54)