Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 61
væri i öllum fjörefnum, en svo hefir þó ekki reynzt.
Þau hafa verið nefnd fjör- eða bætiefni á islenzku.
En allur heimurinn notar orðið Vítamín, og er á->
stæðulaust fyrir íslendinga að ganga á bug við al-
þjóðaorð.
Visindamenn hafa unnið sleitulaust að þessum
rannsóknum. Árangurinn er líka mikill, þvi nú hefir
tekizt að efnagreina mörg vítamín, ákveða kemiska
formúlu þeirra, og framleiða sum þeirra í verlc-
smiðjum.
Þekkingin um vítamínin er framkomin af þeim
sjúkleika á mönnum og málleysingjum, sem gerir
vart við sig af óhentugu viðurværi; vítamínfræðing-
ar nefna það vöntunar-einkenni, t. d. skyrbjúgsvott-
ur. Einu nafni nefnast sjúkdómar vegna vítamíns-
skorts avitaminose, en á lægra stigi, þegar vitamín-
vöntunin lýsir sér frekar með sleni og ódöngun, án
þess að komi til áberandi skemmda i sérstökum líf-
færum, nefnist ástandið hijpovitaminose. Á íslenzku
hefir hvorttveggja verið falið í orðinu vöntunar-
einkenni.
Áður en læknarnir gátu sýnt fram á efnafræðilega,.
hvaða efnasambönd voru hér á ferðinni, gripu þeir
til þeirra ráða að tákna þau með bókstöfum. Efni
matarins, sem þeir þóttust vissir um að mundi verja
líkamann skyrbjúgi, nefndu þeir t. d. C-vítamin.
Síðar hefir komið i Ijós, að þetta efni er askorbín-
sýra. En C-nafnið var orðið svo rótgróið, að það
hefir fengið að halda sér. Og svo er og um hina
flokkana, enda er fjarri því, að kunn sé kemísk
formúla allra vítamína. Til yfirlits verður nú hér
á eftir greint nokkuð frá hverjum bókstafs-flokki út
af fyrir sig.
A-vítamín. Lýsisnotkun hér á landi hefir stókost-
lega þýðing til þess að menn fái nóg i sig af A-efninu
(ásamt D-vít.) Að kemískri samsetning er það í
flokk alkohóla. Formúlan er margbrotin, en frum-
(57)