Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 86
Við manntalið 1921 voru taldir með íslenzkt móð-
urmál 12 618 manns eldri en 10 ára, en um móður-
mál barna innan 10 ára var þá ekki spurt. Við
manntalið 1931 voru 13 553 manns af þeim, sem
töldust með íslenzkt móðurmál, eldri en 10 ára eða
rúml. 1900 fleiri heldur en 10 árum áður.
Ýmsir af þeim, sem í Kanadaskýrslunum eru taldir
af íslenzku ætterni (þ. e. i karllegg), telja ekki ís-
lenzku móðurmál sitt. Sumir eru af blönduðum
stofni, og liefur mál móðurinnar orðið yfirsterkara,
en aðrir hafa tekið upp það málið, sem mest er
notað þar í landi, enskuna. Þeir, sem töldust af
íslenzku ætterni, skiptust þannig eftir móðurmáli.
Móðurmál islenzka... 15 625 eða 80.c °/«
— enska..... 3 597 — 18.6 —
— annað..... 160 — O.s —
Samtals 19 382 eða 100.» °/.
Móðurmál þeirra 160, sem afgangs eru, skiptist
þannig: þýzka 23, sænska 22, norska 20, danska 9,
franska 9, italska 8, úkraínska 8, pólska 6, finnska
1, gaeliska 1, hollenzka 1, spanska 1, serbneska 1 og
ýms önnur mál 50.
Kynferði, aldur og hjúskaparstétt. Af íslenzkum
innflytjendum eru heldur fleiri konur en karlar i
Kanada, en i Bandarikjunum álíka margt.
Kanadá Bandaríkin
Karlar ............ 2 845 1 385
Konur ............. 1 886 1 379
Samtals 5 731 2 764
Af íslenzkum innflytjendum í Kanada voru 5687
eða 99.2% eldri en 15 ára árið 1931, en af islenzkum
innflytjendum í Bandaríkjunum 2709 eða 98.0% eldri
en 21 árs árið 1930.
íslenzkir innflytjendur í Kanada 1931 eldri en 15
ára skiptust þannig eftir hjúskaparstétt.
(82)