Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 67
því í kúamjólk, hvernig svo sem fóðrið er. Konu-
mjólkin er hinsvegar alveg háð mataræði, að þessu
leyti. Langmest er af Bj í geri, grjónahrati og svina-
kjöti. Yið venjulega matreiðslu á kálmeti og kartöfl-
um fer helmingurinn af þessu fjörefni í soðið.
Þörf líkamans á Bjvitamíni er mjög mismikil
eftir mataræði. Þeir, sem aðallega lifa á kornmat,
þurfa mikið Bx. En B^-þörfin minnkar, þegar mikið
er af fitu í matnum. Bx-þörfin er mest í heitum
löndum og við hitasótt; líka hjá ungbörnum, hjá kon-
um um meðgöngutímann, og meðan konan hefir barn
á brjósti. Á Indlandi hafa flestar vanfærar konur ein-
hver Beri-Beri-einkenni.
B^-vítamín er til i lyfjaformi (Betabion, Betaxin)-
En einfaldast er að nota ger til inntöku.
B2-vítamín. Hér er reyndar ekki um eitt einstakt
efni að ræða, en samband svonefndra „faktora“,
sem hafa margvísleg vítamínáhrif í likamanum.
Tvennt er mest áberandi: 1) vaxtarvítamínið og 2)
efnið gegn Pellagra-sjúkdómnum. Þessi efni leys-
ast í vatni, mótsett A- og D-efnunum.
1) Vaxtarefnið. Það er einskonar litarefni,
nefnt Laktoflavin og gerir með gulum eða grænleit-
um lit sínum vart við sig sumstaðar í náttúrunni; það
fyrirfinnst í sjónhimnu augans, í eggjastokkunum og
í eggjarauðu. Talsvert er af því i geri, lifur, nýrum
og hjarta. Það er bersýnilega mikil hollusta í ýmsu
slátri. Efnið er nauðsynlegt fyrir óskerta sjón, því
sjónhimna og sjóntaug mega ekki án þess vera.
Þessi greinin af B2-efninu stjórnar súrefnaskiptum í
boldinu; án þess geta frumurnar ekki vaxið og dafn-
að. Þannig útskýrist þýðing þess fyrir líkams-
vöxtinn.
2) Pellagra-efnið. Samfara pellagra er melt-
ingaróregla, taugveiklun og ýmiskonar hörundskvill-
ar. Sjúkdómurinn er algengur í Suðurríkjum U. S. A.,
i Suður-Rússlandi, Júgoslavíu og Rúmeníu, þar sem
(63)