Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 29
Píus ])áíi XII.
Páfaríkið er vafalaust eitt hið einkennilegasta
ríki veraldarinnar. Stærð þess er ekki meiri en lit-
illar jarðar hér á landi, og íbúarnir eru tæp tvd
þúsund. En innan þessa litla svæðis er páfinn ein-
valdur þjóðhöfðingi, með eigið ráðuneyti, her og
hirð. Það er önnur öldin, en þegar hann var vold-
ugur og víðlendur veraldlegur þjóðhöfðingi og réð
yfir mestallri Miðítalíu.
Það er heldur ekki hið veraldlega vald páfans,
sem mesta þýðingu hefir nú á dögum, heldur em-
bætti hans sem höfuð og yfirmaður kaþólsku kirkj-
unnar, sem hefir um 350 milljónir játenda víðs-
vegar um heim.
Þó það virðist augljóst, að trúaráhugi kaþólskra
manna hafi farið dvínandi upp á síðkastið i ýms-
um löndum, ekki sízt þar sem fasistastefnan hefir
náð mildum áhrifum, þá er þó hið andlega og sið-
ferðislega vald páfans ennþá sterkt afi í heiminum.
Það er alls staðar hlustað, þegar hann talar. Stjórn-
málamönnum þykir þvi miklu skipta, hverja afstöðu
páfinn tekur í alþjóðamálum. Hinn nýlátni páfi,
Píus XI, var fyrst og fremst góður og friðsamur
lærdómsmaður, sem vildi vernda frið og vinsam-
lega samvinnu þjóðanna. Hann vann mikið að því,
að bæta kjör verkamanna, og alkunnugt er, að sið-
asta verk hans var að mótmæla Gyðingaofsóknun-
um, enda var beðið fyrir honum í mörgum sam-
kunduhúsum Gyðinga, er hann lá banaleguna. Hefir
þó oftast verið fátt milli þeirra og kaþólsku kirkj-
unnar.
Svo hefir almennt verið litið á, sem sá maður, er
mestu réði um stjórnarstefnu Píusar XI., hafi verið
Eugenio Pacelli, sem um langt skeið var forsætis-
ráðherra páfaríkisins. Það kom því ekki á óvart*
(25)