Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 45
Alþingiskosningar voru engar, en bæjarstjórnar-
kosningar fóru fram og hreppsnefndarkosningar i
þorpum 3%. ítrekaðar voru þær á Norðfirði
Um flokka sjá Félög.
Árferði. Síðari hluti vetrar var mildur, snjólétt-
ur, og greri fljótt. Þess voru dæmi, að kindur gengu
af sjálfala. Frá sumarmálum var vorið kalt og þurrt,
svo að spretta varð sein og léleg, einkum norðan
lands og austan, og þar varð heyskapartið líka stirð.
Tún spruttu víðast sæmilega að lokum, nýting góð,
og útkoma heyskapar hvergi mjög slæm, en viða
mjög góð sunnan lands. Fyrir sauðfé var árferði gott.
Haust og fyrri hluti vetrar voru ekki snjóasöm fyrr
en i árslok. Kartöflur féllu í ágústfrostum um mik-
inn hluta landsins og spruttu hvergi vel. Kornrækt
lúnaðist dável sunnan lands (á Sámsstöðum t. d.) og
víðar.
Á vetrarvertíð brást aflinn enn. Síldveiði stóð
skemur en 1937 og bræðslusild varð minni, gæftir
nnsjafnar, en gekk þó vel. Sbr. Útveg og Verzlun.
Hafís var um skeið um vorið við Horn og Skaga,
en teppti ekki verulega samgöngur. Stórviðri af suðri
gerðu tjón 17.—18. jan., 5. marz, 24.—25. okt., eink-
nm í verstöðvum, en einnig % á heyjum og húsum
norðan- og austanlands. Snjóflóð urðu oft, t. d. %
að Varmavatnshólum i Öxnadal, tók fjárhús, fé og
hey, — tvívegis á Siglufirði seint í nóv. til stórtjóns,
°g vatnsgeymir Sólbakkaverksmiðju við Fiateyri
brotnaði við snjóskriðu. Úr Hleiðargarðsfjalli í
Eyjafirði féll geysileg skriða !%.
Brunar helztu: Ásmundarstaðir á Sléttu %, Ásvöll-
Ur i Fljótshlíð 7Í, Bustarfell í Vestmeyj. 1G/0 og 3 m.
inni (Árni Oddson), Fagurey á Breiðafirði 2%,
Höskuldarnes á Sléttu %, að Selfossi (vöruskúr Kaup-
H'l. Árn.) 2%, Steinstaðir í Skagafirði 2%, Strönd í
iieyðarfirði %i, Svínaskógur á Fellsströnd 2%, Upp-
salir í ísafjarðarsýslu 2BAi, gamla ráðhúsið á Akur-
(41)