Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 32
Allt fram að fasistabyltingunni var óhugsandi, að
samvinna tækist með páfa og konungi, en eftir bylt-
inguna fóru áhrifamiklir rnenn úr báðum flokkum
að ræða um, að sameina þyrfti alla helztu krafta
ítölsku þjóðarinnar, á þeim hættulegu tímum, sem
færu í hönd. Mussolini vildi umfram allt ná friðí
við kirkjuna, án þess þó að slaka of mikið til.
Árið 1920 hófust samningaumleitanir milli páf-
ans og Mussolini. Var það einkum fyrir atbeina
Pacellis, að þeir fóru fram. Lengi miðaði þeim lítið
áfram, og það kom heiminum mjög á óvart, þegar
tilkynnt var, að 11. febr. 1929 hefði Lateransamn-
ingurinn verið undirskrifaður. Sá atburður markar
tímamót í sögu kaþólsku kirkjunnar. Aðalefni Later-
ansamningsins er á þessa leið:
Páfinn viðurkennir Ítalíu sem konungsríki undir
stjórn Savoy-ættarinnar, og Róm sem höfuðborg
þess. Jafnframt fellur hann frá öllum kröfum til
yfirráða í hinu forna kirkjuriki.
Stjórn Ítalíu viðurkennir fullveldi páfans yfir
Vatíkaninu og landamerki þess eru ákveðin. Páfinn
er einnig viðurkenndur sem fullvalda þjóðhöfðingi
i alþjóðamálum.
Öll fjármálaviðskipti páfa og ítaliukonungs voru
gerð upp. Ítalía greiddi páfa yfir 8 milljónir sterl-
ingpunda í reiðum peningum, og um 11 millj. punda
í ítölskum skuldabréfum, en páfinn féll frá öllum
frekari kröfum.
Þá voru einnig aukin áhrif kirkjunnar á fræðslu-
mál og kirkjulegt hjónaband viðurkennt. Áður var
borgaralegt hjónaband lögskipað, en hitt bannað.
Jafnframt þessu voru sett ýmis ákvæði um starf-
semi kirkjulegra embættismanna, en þrátt fyrir
harða mótstöðu kirkjunnar, varð hún að fallast á,
að allir biskupar og erkibiskupar skyldu vinna kon-
ungi og stjórn ítalíu hollustueiða. Frá þeirri kröfu
varð Mussolini ekki þokað.
(28)