Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 47
refasýningar margar í nóv. Á sýningunni í Rvík 15.
—16. nóv. voru 154 silfurrefir og 14 blárefir, en 3G
eigendur. Fiskiræktar- og veiðifélag fyrir Ölfusá og
Hvítá (og ár, sem í þær falla) var stofnað 2% af
bændum nær 1G0 jarða í Árn. Sunnlendingar fóru
„bændaför“ í júní norður urn land (140 manns) og
Aðaldælir i júlíbyrjun um Eyjafjörð (34 manns).
Unnið var að framræslu á miklu votlendi í Ölfusi.
Jarðabætur voru ekki með minna móti. Nokkuð
fjölgaði eyðibýlum enn í rýrum veitum eða afskekkt-
um, en nýbýlastofnun hélt áfram. Alls hafa 200 ný-
býli notið opinberra framlaga 193G—38, 840 þús. kr.
En vart hefur fjölgað því fólki, sem liefur atvinnu
af landbúnaði.
Byggingar. Auk nýbýlastyrks voru 670 þús. kr.
veittar á árinu sem lán og styrkur til endurbygg-
inga í sveitum. Gera má ráð fyrir, að bændur hafi
endurbyggt fyrir nær 114 millj. kr., og er það meira
en nokkru sinni fyrr. í bæjum féllu niður stórbygg-
ingar, a. n. 1. vegna verðhækkunar. í Rvík var byggt
líkt og árið áður. Akureyri hóf Laxárvirkjun.
Ferðamenn. Helztu skennntiskip, sem komu til
Reykjavikur: Rotterdam %, Kungsholm %, Reliance
% og !%, Franconia %, Arrandora Star !>%, Berlin
2%, Patria 2%, (General von) Steuben 2%, Milwaukee
2%, Colombia 2%, Atlantis 2%, St. Louis 2%, Grasse
3%, Viceroy of India %. Á skipunum voru 854
Bandaríkjamenn, 1459 Engl., 585 Frakkar, 197 Hol-
lendingar og 1657 Þjóðverjar.
Krónprinshjón landsins komu hingað 2% og fóru
nokkuð um. Námskeið Norræna félagsins fyrir sögu-
og málfræðikennara, 12.—19. júlí að Laugarvatni,
sóttu 41 erl. þátttakandi. Útflutningsáhuga til Nýja-
Sjálands vakti ferðalangur þaðan, W. C. Beaumont,
1 sept. Ferðafélag íslands lauk smíði 2 sæluhúsa, að
Árskarði í Kerlingarfjöllum og að Hveravöllum.
Félög og stofnanir. Afmæli áttu m. a. Bátaábyrgð-
(43)