Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 99
herða, meiri nauðsyn að leysa en binda. Hin svarta*
kalda hönd flokkshagsmunanna leggst nógu þungt
og víða á andlegt líf í þessu landi, þótt henni sé
bægt frá almennum mennta- og fræSslustofnunum
þjóSarinnar.
Nú var svo ástatt í fyrra vor, að í ráði var, að
bókadeild Menningarsjóðs tæki til starfa á ný, eftir
að starfsemi hennar hafði legið niðri um hríð, en
markmið hennar er að starfa að bókaútgáfu til efl-
ingar almennri fræðslu og menningu í landinu. Hér
sýndist því helzt til þess horfa, að tvær stofnanir,
Bókadeildin og Þjóðvinafélagið, báðar háðar Al-
þingi, færu að keppast hver við aöra. En með þeim
fjárkosti og annarri aðstöðu, er Bókadeild hlaut að
fá í hendur, virtist augljóst, að Þjóðvinafélagið hlyti
enn um óákveðinn tíma að láta sér lynda að halda
í horfi, og út séð um verulega eflingu þess að sinni.
Kom þá fram tillaga um það, að reynt yrði að koma
á samvinnu milli þessara stofnana beggja, þannig
að þær mynduðu eitt sterkt útgáfufyrirtæki, er þegar
í stað yrði þess megnugt að gefa íslenzkum bóka-
mönnum og bókfúsri alþýðu landsins allri hinn bezta
kost bóka gegn ákveðnu árgjaldi, og standa um þetta
á sporði hverri bókaútgáfu annarri í landinu — og
betur þó. Hugmynd þessari var vel tekið yfirleitt
af öllum stjórnarmönnum Bókadeildar og Þjóðvina-
félagsins, er þessu var við hreyft, en komst ekki til
neinnar rækilegrar umræðu, mest sökum þess, að
Bókadeild var þá enn ekki við þvi búin að hefja
starf sitt til fullrar hlýtar.
í vor var málið lagt fyrir Menntamálaráð með
nokkuð ítarlegri álitsgerð, og síðar kom það fyrir
fund i stjórn Þjóövinafélagsins og samþykktu báöir
aðilar, að samstarf þetta væri æskilegt og reyndar
nauðsynlegt og skyldi unnið að því að finna heppi-
legt form um samvinnu þessa. En markmið hennar
er að gera Þjóðvinafélagið að sterkri stofnun, sem
(95)