Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201130 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi eða tiltaka ákveðna stefnu sem unnið er eftir (Menntamálaráðuneytið, 2006). Hug- myndafræði Johns Dewey er oftast nefnd ásamt hugmyndafræði Reggio Emilia. Auk þeirra er talað um mannauðsstefnu, umhverfisstefnu og Hjallastefnuna þegar upp- eldisstefnur leikskóla ber á góma (Menntamálaráðuneytið, 2006). Í þessari rannsókn verður sjónum beint að starfsaðferðum í fjórum leikskólum, tveimur sem starfa samkvæmt starfsaðferðum kenndum við Reggio Emilia og tveimur sem starfa eftir Hjallastefnunni. Skoðað verður hvernig staðið er að gerð skólanám- skráa leikskólanna, hvernig litið er á hlutverk kennara, umhverfi leikskólans, búnað og leikefni, hvernig verkefni barna eru skipulögð og hvernig samstarfi við foreldra er háttað. Ekki er ætlunin að bera starfsaðferðir leikskólanna saman heldur er tilgangur rannsóknarinnar fremur að öðlast skilning á ólíkum aðferðum í leikskólastarfi. Ástæða fyrir vali á þessum tveimur stefnum er sú að um ólíkar starfsaðferðir er að ræða sem báðar uppfylla uppeldisstefnu leikskóla á Íslandi sem mörkuð er í lögum og aðalnám- skrá og eru þær nokkuð algengar í íslenskum leikskólum. fræðilEgUr bakgrUnnUr Skólanámskrá Skólanámskrá leikskóla á að taka til alls þess sem gert er með börnum í leikskólanum og birtist í daglegu starfi hans. Skipulag starfsins og verkefni starfsfólks eiga að vera tilgreind í skólanámskrá leikskóla. Einnig eiga helstu uppeldiskenningar og uppeldis- aðferðir sem leikskólinn hefur valið sér að koma þar fram og hvernig þeim er best framfylgt. Námskráin á enn fremur að gefa upplýsingar um námsmarkmið fyrir hvert leiksvæði, hvers konar efniviður er notaður og hve aðgengilegur hann er (Mennta- málaráðuneytið, 1999). Slíkt skriflegt skipulag getur auðveldað starfsfólki starfið en einnig hefur verið bent á hættuna á því að slíkur tæknilegur leiðarvísir verði notaður sem stjórntæki og starfsfólk fari að fylgjast með og leiðrétta hvert annað samkvæmt námskránni. Þannig getur skólanámskrá virkað sem valdaplagg sem stýrir starfinu um of, þar sem fram kemur nákvæmlega til hvers er ætlast af hverjum á ákveðnum svæðum á leikskólanum og hvernig starfsmaðurinn á að haga sér (Rose, 1985). Til að koma í veg fyrir slíkt er talið mikilvægt að þeir sem starfa saman sameinist um mótun og viðhald skólanámskrár síns leikskóla og að skólanámskrá sé lifandi plagg og í stöðugri þróun. Einnig er mikilvægt að allir þeir sem að leikskólanum koma taki þátt í gerð námskrárinnar, þar með taldir foreldrar sem eru mikilvægir hagsmunaaðilar. Finna þarf hentugt form fyrir þátttöku foreldra í gerð skólanámskrárinnar. Skólanám- skrá á enn fremur að taka mið af áhuga barna og reynslu þeirra og til að svo geti orðið þarf að leita eftir sjónarmiðum þeirra þegar skólanámskrá er í mótun eða endur- skoðun (Rose, 1985). Reid (1994) hefur lagt áherslu á ferli sem kallað er ráðagerð um námskrá (e. curriculum deliberation) við gerð skólanámskrár en það felst í því að hópur hagsmunaaðila kemur saman til umræðu um hlutverk menntunar þar sem skipst er á skoðunum og leitað álits á því hvernig best sé að starfið fari fram og komist er að samkomulagi um niðurstöðu. Þátttaka starfsfólks, foreldra og barna í mótun skólanámskrár þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.