Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201136 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Gagnasöfnun fór fram veturinn 2005−2006. Þátttakendur voru alls 46, þar af 19 foreldrar, 23 starfsmenn leikskólanna og fjórir leikskólastjórar. Jafnframt var rituðum gögnum um starfsemi leikskólanna safnað og þau greind. Greining ritaðra gagna Skólanámskrár þeirra fjögurra leikskóla sem rannsóknin beindist að voru skoðaðar. Þær fengust hjá skólastjórum leikskólanna og voru mislangt á veg komnar, allt frá því að vera fullbúnar yfir í það að vera fyrstu drög að námskrá. Þær innihéldu lýsingu á hugmyndafræðinni sem byggt var á, helstu áherslum í starfi og hvernig unnið skyldi eftir námssviðum Aðalnámskrár leikskóla. Athugað var hvernig starfshættir leikskól- anna og skipulag starfsins birtist í skólanámskránum. Einnig var afstaðan til hlutverks leikskólakennara skoðuð, hvernig leikumhverfi leikskólanna og verkefni barnanna voru skipulögð og hvernig foreldrasamstarfi var háttað. Flestir leikskólarnir kynntu starf sitt í svokölluðum foreldrakverum en í þeim er að finna almennar upplýsingar um leikskólann, helstu atriði í stefnu leikskólans eða starfsháttum og hagnýtar upplýsingar. Einnig er starfsemi foreldrafélaga leikskólanna kynnt þar. Kynningunni er beint til foreldra, fyrir utan foreldrakver eins leikskólans sem beindi máli sínu til leikskólabarnsins sjálfs, en þess var þó vænst að foreldrar barnsins læsu kverið með og fyrir barnið. Einnig voru fréttabréf leikskólanna skoðuð til að fá mynd af því hvernig leikskólastarfið gengi fyrir sig. Í þeim kom meðal annars fram hvaða þemum var unnið að, hvaða atburðir voru framundan og oft var farið yfir starfsmannabreytingar ef einhverjar voru. Þá var rætt um hvernig starfið hafði gengið á undanförnum mánuðum. Vefsíður leikskólanna voru einnig skoðaðar en þar mátti sjá tilkynningar og stuttar fréttir af viðburðum og öðru því sem var á döfinni. Þar mátti sömuleiðis sjá hagnýtar upplýsingar um leikskólann, nöfn á deildum/kjörnum, fjölda barna, opnunartíma, matseðil og gjaldskrá. Einnig gat þar að líta helstu upplýs- ingar um stefnu leikskólans, námssviðin, starfsfólk og börn. Myndir skipuðu stóran sess á vefsíðunum og veittu lifandi upplýsingar um starf leikskólanna. Viðtöl við leikskólastjóra Tekin voru einstaklingsviðtöl við skólastjóra allra leikskólanna. Stuðst var við hálfopin viðtöl en þau henta vel til að athuga reynslu, skynjun og fyrirætlanir fólks. Kosturinn við slík viðtöl hefur verið talinn sá að þau gefa viðmælanda möguleika á að koma með nýja sýn eða víkka út umræðuefnið (Hitchcock og Hughes, 1995). Viðtölin við leik- skólastjórana fóru fram í leikskólunum. Viðtölin tóku um klukkutíma hvert. Stuðst var við opinn viðtalsramma en helstu spurningar, sem leitað var svara við, voru um það hvernig skólanámskráin hefði verið unnin og hvernig hún væri endurskoðuð, hvort starfsfólk og foreldrar hefðu komið að gerð hennar eða endurskoðun, hverjar væru helstu áherslur hennar, hvort í skólanámskránni væri tekið mið af Aðalnámskrá leikskóla og þá hvernig, hvert væri hlutverk leikskólakennara, hvernig skipulag umhverfisins væri og hvernig starfið væri skipulagt og loks hvernig foreldrasamstarfi væri háttað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.