Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 39 anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir leika við félaga sinn með það viðfangsefni sem þau hefðu áhuga á. Leikskólakennari á Kletti tók undir þetta: Já, þau hugsa þetta svolítið og svo koma þau í leikskólann og þá er ekkert eftir nema einhver valspjöld með einhverju herbergi eða einhverju sem þau langaði alls ekki til að gera í dag og þetta getur eyðilagt daginn. Ég er ekki hlynnt þessu. Ekki voru þó allir viðmælendur á þessari skoðun og fannst til dæmis aðstoðarleik- skólastjóra á Kletti valkerfið nægjanlega sveigjanlegt og að tillit væri tekið til hvers barns á valfundi: Þau fá að velja upp að vissu marki, ég hef aldrei séð barn sem er óánægt eftir valtíma af því að við reynum alltaf eins og við getum að taka tillit til einstaklingsins, hvernig hann er og hvernig hann er að upplagi. Það er bara þannig að sumum finnst hund- leiðinlegt að fara í heimiliskrók, af hverju þarf þá þetta barn að fara í heimiliskrók? Meiri ánægja ríkti hjá starfsfólki og foreldrum með opna valið í leikskólanum Gull- kistunni en þar fannst starfsfólkinu mikilvægt að takmarka börnin ekki í leik. Þeim fannst börnin fara ljúflega á milli leiksvæða. Þó var grundvallaratriði að börnin gengju frá eftir sig áður en þau hættu leiknum. Mikilvægt var talið að þjálfa starfsfólkið vel í því að virða börnin og þetta fyrirkomulag. Rætt var um að börnin þyrftu að spyrja hvort þau mættu velja sér ákveðinn leik og það gat stýrt vali þeirra að leiksvæði var upptekið. Oft fannst starfsfólki að val barnanna réðist af vináttu en þá völdu þau leik- svæði í samræmi við val félaga sinna. Í þeim leikskólum sem störfuðu samkvæmt Hjallastefnunni var dagskipulagið í föstum skorðum og mikið lagt upp úr því að halda vel í skipulagið. Börnunum var skipt í hópa eftir aldri og kyni og var starfsfólkið „sannfært um að það eigi að kynja- skipta“ eins og starfsmaður á Hóli orðaði það. Starfsfólkið bar ábyrgð á því starfi sem fram fór í hópatímum en börnin völdu sér leiksvæði og leikfélaga í valtímum. Börnin völdu eftir ákveðnu kerfi, þeir sem fyrstir völdu í einni valstund völdu síðastir í næstu valstund. Valstundunum var ætlað að vera rammi um frjálsan leik barnanna. Þær áttu einnig að æfa börnin í að fá ekki alltaf það sem þau vilja. Í bókinni Hjallastefnan kemur fram að valfundir eigi að æfa „jákvætt mótlæti“, það er að segja að börnin fái ekki alltaf það sem þau langar í (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999, bls. 8). Val barnanna var skráð og sú skráning varðveitt. Hún gaf starfsfólki og foreldrum glögga mynd af við- fangsefnum barnanna eins og fram kom hjá leikskólastjóra Kátakots: Svo er eins og með valið, þau velja sér sjálf, börnin, og það er allt skráð á blað og svo fer kjarnastjórinn heim og setur í forrit og prentar út súlurit og það er geymt þannig að foreldrar geta séð hvað barnið var að velja. Í bókinni Hjallastefnan eru sett fram einkunnarorð, sem leikskólarnir studdust við, svo sem: endurtekningar, einfalt, nákvæmt og skýrt ásamt hugtökum eins og gleði, kær- leikur og jákvæðni sem kenna á börnunum (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999). Starfs- fólkið hafði orð á því að auðvelt væri að leggja áherslu á jákvæðni í leikskólum sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni og að mikið væri lagt upp úr því að hrósa börn- unum og tala við þau með jákvæðum formerkjum. Starfsfólkið notaði orðin „vina“ og „vinur“ þegar það talaði við börnin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.