Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201140 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Hlutverk leikskólakennarans Mikill munur var á því hvernig verkefni starfsfólks voru tilgreind í skólanámskrám leikskólanna eftir því hver starfsaðferð þeirra var. Í þeim leikskólum sem störfuðu eftir Reggio Emilia-aðferðunum var litið svo á að helsta hlutverk kennarans væri að skapa börnunum hvetjandi umhverfi og miða efni við þroska barnanna og leiða þau áfram í þekkingarleit sinni. Áætlanagerð var í höndum starfsfólks í báðum leikskólunum sem störfuðu samkvæmt Reggio Emilia-aðferðunum og var mið tekið af áhugasviði barnanna. Slík áætlanagerð krefst áhuga starfsfólks á daglegum viðfangsefnum og að það styðji börnin í viðfangsefnum þeirra. Fram kom í rýnihópi foreldra og starfsfólks að starfsfólkið styddi við hugmyndir barnanna og væri til staðar til að útvíkka og dýpka hugsun þeirra. Foreldri hafði komið auga á þetta atriði: Mér finnst þetta líka lýsandi fyrir það að allt starfsfólkið hérna er áhugasamt. Það sýnir áhuga og maður tekur alltaf strax eftir því ef það er einhver einn sem er ekki með áhuga þá verður það svo áberandi, maður finnur það svo vel. Ég hef unnið með börnum og þegar það er verið að gera svona plön, þá tekur starfsfólkið aldrei þátt. Það er matað eins og krakkarnir. Þú átt að gera þetta af því að þau hafa ekkert um þetta að segja, fljóta með. Mér finnst það leiðinleg vinnubrögð að fljóta með og hafa ekkert um þetta að segja. (Móðir á Kletti í rýnihópi) Greinilegt er að þessi móðir telur mikilvægt að starfsfólk taki þátt í áætlanagerð og sé áhugasamt í starfi. Það er í samræmi við skólanámskrá leikskólans en þar er lögð áhersla á að starfsfólk hlusti á hugmyndir barnanna, spyrji þau opinna spurninga og hvetji þau til gagnrýninnar könnunar. Starfsfólkið þarf að vera vel meðvitað um áhuga barnanna, sem leiðir starfið, eins og fram kom hjá leikskólakennara í Gullkistunni: En á móti kannski má segja sem starfandi leikskólakennari að þá krefst þessi stefna meira af starfsfólki af því að börnin geta kúvent öllu skipulagi. Þó að þú sért búin að plana í dag, plan A, þá ferðu kannski á plan B eða gerir allt annað. Þú getur séð kött eða stórt tré og þá getur áhugi barnanna breyst þannig að þú verður að vera tilbúin til að breyta og það heillar mig rosalega mikið. Svo opið skipulag virðist vera krefjandi fyrir starfsfólk og fram kom hjá leikskóla- kennurum í rýnihópum að þegar leikskólar glíma við lágt hlutfall fagfólks, mikla starfsmannaveltu og manneklu telja þeir meiri hættu á að ekki sé unnið samkvæmt þessum hugmyndum og að lítið verði úr spennandi þemavinnu. Í þeim leikskólum sem störfuðu samkvæmt Reggio Emilia-aðferðunum voru verk- efni barnanna og hugsanir skráðar og upplýsingarnar notaðar við að undirbúa vinnu barnanna. Í leikskólanum Kletti fengu börnin þemabækur með sér heim tvisvar á ári með afrakstri vinnu sinnar og því sem hafði verið skráð um þau. Þar mátti meðal annars finna ljósmyndir, teikningar og gullkorn barnanna. Skráning á samtölum barnanna var enn fremur sýnileg á veggjum leikskólanna og í fréttabréfum til for- eldra. Leikskólakennarar gátu einnig fylgst með þroska barnanna með markvissri skráningu. Skólastjórinn í leikskólanum Kletti lýsti þessari vinnu í viðtali á þessa leið:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.