Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 41
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 41
anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir
Skráning fer fram á samtölum í barnahópnum, í samtölum kennari–barn og síðan
erum við með opna skráningu í leik og starfi. Og síðan í þemastarfinu, þá skráum
við þegar þau eru að ræða saman og þegar þau eru að vinna. Það er lesið yfir og
lesið með þeim. Þetta er aðalsmerkið okkar í skráningu í þessari stefnu. Útgangs-
punkturinn er það að hlusta á börnin og áhugasvið þeirra og vinna í lengri tíma að
einhverju þema [efni] í sköpun og að virkja börnin. Að vinna í gegnum leikinn og
sköpun. Finna alla þessa þætti út frá þessu efni sem er í gangi. Við erum með mynd-
list og leir og teiknum og finnum upp sögur og vísur.
Skráningin þjónaði því margþættum tilgangi en þó aðallega þeim að hlusta á börnin.
Skráning var einnig notuð sem upprifjun á reynslu barnanna og var markmiðið að
gefa börnunum tækifæri til að líta yfir farinn veg og að tileinka sér nýfengna reynslu.
Í umræðum rýnihóps í leikskólanum Kletti kom fram að skráningin væri sá þáttur
leikskólastarfsins sem væri hvað helst ábótavant. Ræða þyrfti um tilgang hennar og
útfærslu á deildarfundum og reyna að gera hana að eðlilegum hluta starfsins. Lágt
hlutfall fagfólks, mikil starfsmannavelta og mannekla voru enn og aftur helstu ástæð-
ur sem leikskólakennarar tilgreindu fyrir því að skráning féll niður.
Í þeim leikskólum sem starfa samkvæmt Hjallastefnunni var eins og fyrr segir
unnið eftir starfslýsingum sem settar eru fram í ritinu Hjallastefnan (Lilja S. Sigurðar-
dóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir, 2008) og í bókinni Hjallastefnan. Leikskóli frá hugmynd
til framkvæmda (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999) sem er handbók og skráðir vinnuferlar.
Starfslýsingarnar eru mjög nákvæm uppskrift að því hvernig starfsfólki ber að starfa
við mismunandi athafnir dagsins. Þær taka til umhverfis leikskólans og búnaðar, allt
niður í smæstu atriði, svo sem dagskrárinnar sem skiptist í valtíma og hópatíma, sam-
skipta við foreldra og börn og annarra minnisatriða. Starfslýsingarnar í handbókinni
gefa skýr fyrirmæli um hverjir, hvernig, hvenær og hvar hinir fjölbreyttu starfsþættir
leikskólans eiga að vera og fara fram. Orðanotkun er athyglisverð í handbókinni en þar
er ítarleg lýsing á skipulagi starfsins og eru forsendur fyrir starfslýsingum sagðar vera
nákvæm „uppskrift“ að því hvernig kennarar eigi að starfa við mismunandi athafnir
dagsins. Rætt er um gildi þess að til séu lýsingar á vinnuferlum og „forritaðar“ ákvarð-
anir. Leikskólastjóra Kátakots fannst skýrar starfsaðferðir auðvelda sér starfið:
Mér finnst kostur að vinna eftir skýrri skólastefnu, það eru mjög góðar starfslýsingar
fyrir allt starfsfólkið og það er mjög auðvelt að fylgja eftir málum. Hér er unnið svona
ef það þarf að leiðrétta hluti hjá starfsfólki þá er það svo auðvelt og mér finnst þessi
stefna vera svo gagnleg einhvern veginn í svo mörgu. Hún kemur inn á alla þætti
bæði hvað varðar foreldrasamvinnu, barnasamvinnu og starfsmannahópinn. Hún
nýtist svo vel inn á öll sviðin.
Af orðum hennar að dæma eru vinnubrögð starfsfólks „leiðrétt“ ef þau eru ekki í
samræmi við starfslýsingar og er því starfsfólki ekki gefið mikið svigrúm til að móta
eigin starfsaðferðir. Starfslýsingarnar virka þá sem plagg sem stjórnar því hvernig fólk
hagar sér í starfi sínu. Svigrúm var þó fyrir hvern skóla, sem starfar eftir Hjallastefn-
unni, að útfæra starfið innan þess ramma sem því er gefinn.