Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201142
ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi
Tekið er fram að allir starfsmenn eigi að þekkja vinnulýsingarnar og framfylgja
þeim en að fólk þurfi hins vegar ekki alltaf að vera þeim sammála. Vinnubrögðin
þurfa að vera þeim „töm“ og eiga starfsmenn að láta leikskólastjórann „þjálfa“ sig.
Einnig er starfsfólk hvatt til að vera frjótt í hugsun og skapandi innan rammans til að
ná „hámarksárangri“ (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999, bls. 11). Starfsfólk sem tók þátt í
rýnihópunum var ánægt með fyrirkomulagið og fannst gott að starfa innan fyrirfram
ákveðins ramma sem veitti því öryggi. Því fannst gott að vita til hvers var ætlast af
því og vissi að hverju það gekk þegar það réð sig til vinnu í leikskóla sem starfar sam-
kvæmt Hjallastefnunni.
Umhverfi leikskólans, búnaður og leikefni
Starfsaðferðir leikskólanna settu mark sitt á umhverfi þeirra og mátti merkja tölu-
verðan mun á umhverfinu eftir því hvaða aðferð var starfað eftir. Þeir leikskólar sem
störfuðu samkvæmt aðferðum Reggio Emilia lögðu áherslu á fallegt umhverfi þar
sem sköpun barnanna var í fyrirrúmi og fékk að njóta sín. Í skólanámskrá leikskólans
Kletts kom fram að lögð væri sérstök áhersla á „skapandi starf þar sem tekið er tillit til
löngunar barnsins og því búinn skapandi efniviður og aðstæður í máli og myndíð, til
leikja sem og í öðru starfi“ (skólanámskrá Kletts). Þannig telur starfsfólk leikskólans
Kletts að barnið „verði skapandi og frjór einstaklingur með hæfni til að velja og hafna
og takast á við formlegra nám síðar“ (skólanámskrá Kletts). Sömu áherslur mátti sjá í
skólanámskrá Gullkistunnar. Fjölbreytt framboð af efniviði til sköpunar og úrval leik-
fanga var í þeim leikskólum sem störfuðu eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Einnig
var safn barnabóka í báðum leikskólunum. Á leikvöllum leikskólanna voru leiktæki
og leikföng.
Þeir leikskólar sem störfuðu samkvæmt Hjallastefnunni lögðu áherslu á einfalt og
látlaust umhverfi og voru veggir leikskólanna auðir. Sá efniviður sem í boði var til
leikja telst til „opins“ efniviðar og var heimagerður leir, vatn, kubbar og litir, málning
og skæri. Reglur voru um það hvaða efniviður skyldi vera á hverju svæði sem var vel
skilgreint. Ekki var um spil, púsl eða áhöld til hlutverkjaleikja að ræða. Börnin höfðu
ekki heldur aðgang að bókum. Einn leikskólakennari á Hóli hafði þetta að segja um
efniviðinn:
Þetta eykur ímyndunaraflið, þegar þau eru að leika með kubba þá breytast þeir í hitt
og þetta, sléttujárn eða þau búa til það sem þeim dettur í hug úr púðum eða kubbum
og svo náttúrulega fá þau aukaefnivið.
Hólf og örvar á gólfum leikskólanna gáfu til kynna að hegðun barnanna væri stýrt.
Hvert barn átti sitt hólf á gólfinu sem var merkt því og áttu börnin að setjast í hólfið
í samverustundum. Örvar á gólfinu bentu í þá átt sem börnin áttu að ganga. Sam-
kvæmt handbók Hjallastefnunnar á umhverfið „að vera merkt þannig að öllum sé
ljóst hvað á að vera hvar og hvað gerist hvar“ (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999, bls. 24).
Í öðrum leikskólanum voru hefðbundin leiktæki á útisvæði en ekki hinum.