Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 43
anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir
Foreldrasamstarf
Í leikskólum, sem starfa samkvæmt hugmyndafræði Reggio Emilia á Ítalíu, er litið á
foreldra sem samstarfsaðila í leikskólastarfinu og er samstarfið ein þeirra stoða sem
leikskólauppeldið er byggt á. Lögð er áhersla á að foreldrar komi með virkum hætti
að starfinu með hugmyndir og þekkingu og að sama skapi á leikskólinn að styðja við
hlutverk foreldra. Þetta var ekki raunin í þeim tveimur leikskólum rannsóknarinnar
sem kenna sig við Reggio Emilia. Í umræðum í rýnihópi kom fram að á Ítalíu hafi
foreldrar látið sig starfið varða en það fannst leikskólastjóra Kletts ekki vera raunin
hér á landi. Honum fannst fjölskyldugildin vera önnur hér: „vinna, vinna, vinna, og
kapphlaupið að versna“ sagði hann. Taldi hann að börnin væru ávallt fórnarlömb
atvinnulífsins og að þörf væri á aukinni virðingu fyrir börnum á Íslandi. Hann taldi
að foreldrar hefðu takmarkaða þekkingu á skólanámskrá leikskólanna og því hefði
ekki verið leitað til þeirra við gerð hennar. Í skólanámskrá leikskólanna voru nefnd
helstu markmið foreldrasamstarfs sem tilgreind eru í Aðalnámskrá leikskóla og talin
upp þau atriði sem skipulögð voru yfir veturinn, eins og foreldaviðtöl og foreldra-
fundir. Einnig var bent á að finna mætti upplýsingar um starfið á heimasíðu leik-
skólans eða í fréttabréfi. Merkja mátti í viðtali við leikskólastjóra ákveðna fjarlægð
milli leikskólans og foreldra þar sem báðir aðilar hefðu aðskilin, skilgreind hlutverk
en ekki sameiginleg verkefni eða vettvang. Leikskólastjórinn hafði gert tilraun til þess
að auka aðkomu foreldra að starfinu með virkum hætti:
Ég hafði hug á því að koma upp meiri svona vinnu með foreldrunum og við byrjuð-
um í fyrrahaust, nei fyrravor. Þá vildi ég hafa svona að foreldrarnir kæmu og tækju
þátt, það rigndi en það komu nokkrir, horfðu á það sem við vorum að gera, fengu
vöfflurnar sínar og fóru. Foreldrarnir eru ekkert í svona, við sjáum um þetta og þau
sjá um annað. Ég hugsa að það sé menningin hjá okkur. (Leikskólastjóri Kletts)
Þarna átti leikskólastjórinn við að foreldrar hefðu haldið sig við afmarkað hlutverk
sem þeir könnuðust við. Aðkoma foreldra að leikskólastarfinu virtist vera innan
ákveðins ramma sem erfitt reyndist að brjóta. Vilji leikskólastjóra og hugmyndir um
meiri og betri samvinnu bentu til þess að ákveðin þróun þyrfti að eiga sér stað í þessu
samstarfi. Leikskólastjóra Gullkistunnar fannst samstarf við foreldrana gott og fannst
þeir sýna starfi leikskólans mikinn áhuga.
Í starfslýsingu og vinnuferlum Hjallastefnunnar má sjá hvernig foreldrasamstarf er
skilgreint. Þar kemur fram að kennarar beri „skýlausa ábyrgð“ (Margrét Pála Ólafsdóttir,
1999) á því að mynda jákvæð samskipti við alla foreldra því að talið er að án þeirra
náist ekki árangur. Síðan var tilgreint nákvæmlega til hvers væri ætlast af hverjum
í daglegum samskiptum. Má þar nefna hvernig tekið skuli á móti barni í fataklefa
en ekki inni á kjarna og því skilað „tilbúnu“ (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999) aftur
þangað. Tilgreint er að hverju barni og foreldri beri að heilsa og kveðja og að leggja
eigi sérstaka alúð við þann þátt. Einnig voru þar tilgreindir fundir, viðtöl og hvar nálg-
ast megi upplýsingar um starfið. Þeir leikskólar sem störfuðu eftir Hjallastefnunni
höfðu tekið upp þá nýjung að skipuleggja foreldraviðtöl á laugardögum. Leikskóla-
stjóri Hóls lýsti þessari nýjung: