Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 43 anna magnea HreinSdÓttir og JÓHanna einarSdÓttir Foreldrasamstarf Í leikskólum, sem starfa samkvæmt hugmyndafræði Reggio Emilia á Ítalíu, er litið á foreldra sem samstarfsaðila í leikskólastarfinu og er samstarfið ein þeirra stoða sem leikskólauppeldið er byggt á. Lögð er áhersla á að foreldrar komi með virkum hætti að starfinu með hugmyndir og þekkingu og að sama skapi á leikskólinn að styðja við hlutverk foreldra. Þetta var ekki raunin í þeim tveimur leikskólum rannsóknarinnar sem kenna sig við Reggio Emilia. Í umræðum í rýnihópi kom fram að á Ítalíu hafi foreldrar látið sig starfið varða en það fannst leikskólastjóra Kletts ekki vera raunin hér á landi. Honum fannst fjölskyldugildin vera önnur hér: „vinna, vinna, vinna, og kapphlaupið að versna“ sagði hann. Taldi hann að börnin væru ávallt fórnarlömb atvinnulífsins og að þörf væri á aukinni virðingu fyrir börnum á Íslandi. Hann taldi að foreldrar hefðu takmarkaða þekkingu á skólanámskrá leikskólanna og því hefði ekki verið leitað til þeirra við gerð hennar. Í skólanámskrá leikskólanna voru nefnd helstu markmið foreldrasamstarfs sem tilgreind eru í Aðalnámskrá leikskóla og talin upp þau atriði sem skipulögð voru yfir veturinn, eins og foreldaviðtöl og foreldra- fundir. Einnig var bent á að finna mætti upplýsingar um starfið á heimasíðu leik- skólans eða í fréttabréfi. Merkja mátti í viðtali við leikskólastjóra ákveðna fjarlægð milli leikskólans og foreldra þar sem báðir aðilar hefðu aðskilin, skilgreind hlutverk en ekki sameiginleg verkefni eða vettvang. Leikskólastjórinn hafði gert tilraun til þess að auka aðkomu foreldra að starfinu með virkum hætti: Ég hafði hug á því að koma upp meiri svona vinnu með foreldrunum og við byrjuð- um í fyrrahaust, nei fyrravor. Þá vildi ég hafa svona að foreldrarnir kæmu og tækju þátt, það rigndi en það komu nokkrir, horfðu á það sem við vorum að gera, fengu vöfflurnar sínar og fóru. Foreldrarnir eru ekkert í svona, við sjáum um þetta og þau sjá um annað. Ég hugsa að það sé menningin hjá okkur. (Leikskólastjóri Kletts) Þarna átti leikskólastjórinn við að foreldrar hefðu haldið sig við afmarkað hlutverk sem þeir könnuðust við. Aðkoma foreldra að leikskólastarfinu virtist vera innan ákveðins ramma sem erfitt reyndist að brjóta. Vilji leikskólastjóra og hugmyndir um meiri og betri samvinnu bentu til þess að ákveðin þróun þyrfti að eiga sér stað í þessu samstarfi. Leikskólastjóra Gullkistunnar fannst samstarf við foreldrana gott og fannst þeir sýna starfi leikskólans mikinn áhuga. Í starfslýsingu og vinnuferlum Hjallastefnunnar má sjá hvernig foreldrasamstarf er skilgreint. Þar kemur fram að kennarar beri „skýlausa ábyrgð“ (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999) á því að mynda jákvæð samskipti við alla foreldra því að talið er að án þeirra náist ekki árangur. Síðan var tilgreint nákvæmlega til hvers væri ætlast af hverjum í daglegum samskiptum. Má þar nefna hvernig tekið skuli á móti barni í fataklefa en ekki inni á kjarna og því skilað „tilbúnu“ (Margrét Pála Ólafsdóttir, 1999) aftur þangað. Tilgreint er að hverju barni og foreldri beri að heilsa og kveðja og að leggja eigi sérstaka alúð við þann þátt. Einnig voru þar tilgreindir fundir, viðtöl og hvar nálg- ast megi upplýsingar um starfið. Þeir leikskólar sem störfuðu eftir Hjallastefnunni höfðu tekið upp þá nýjung að skipuleggja foreldraviðtöl á laugardögum. Leikskóla- stjóri Hóls lýsti þessari nýjung:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.