Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201144 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári á laugardegi. Það er stór kostur, finnst mér, það koma yfirleitt báðir foreldrar og þetta er mjög sjarmerandi tími. Þá er starfsfólkið búið að útfylla gátlista og það er farið í gegnum hann. Foreldar fá hann afhentan, þetta er ekki eitthvað sem við sitjum uppi með hér. Þetta eru upplýsingar sem talað er um og síðan fá foreldrar blaðið. Yfirvinna er greidd sem sérverkefni fyrir laugardagana. Hópstjórarnir taka viðtölin, hvort sem þeir eru faglærðir eða ófaglærðir. Það er svona ákveðin regla, þetta eiga að vera upplýsandi, fræðandi og skemmtileg viðtöl. Ef það eru einhver frávik þá förum við aðra leið. Þá þarf kannski að vera öðruvísi viðtal. Það er ekki verið að taka upp þungu málin í þessum viðtölum, þetta eru eiginlega bara upplýsingaviðtöl frá báðum aðilum. Að öðru leyti var ekki gert ráð fyrir beinni þátttöku foreldra í starfinu. samantEkt og UmræðUr Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á ólíkar starfsaðferðir í leikskólum. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þeir sem hagsmuna hafa að gæta komi að gerð skóla- námskrár leikskóla og endurskoðun hennar. Slíkt krefst þess að þeir gefi sér tíma til að setja sig inn í starfið í leikskólanum og til að ræða hvernig þeir vilja hafa hlut- ina. Þannig á að skapast góð sátt um hvaða aðferðum skuli fylgja í starfi leikskólans (Bloom, 2000; Dalin, 1993; Owens, 2001; Reid, 1994). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðkoma starfsfólks og foreldra að gerð skóla- námskrár var takmörkuð í öllum leikskólunum sem tóku þátt í rannsókninni. Þó hafði starfsfólk þeirra leikskóla sem störfuðu eftir aðferðum Reggio Emilia meiri möguleika á að taka þátt í mótun skólastefnu síns leikskóla en starfsfólk leikskóla sem unnu eftir Hjallastefnunni. Niðurstöðurnar benda til þess að tímaskortur og þekkingarleysi leik- skólastjóra á slíkum vinnubrögðum hafi í sumum tilfellum komið í veg fyrir breiðari þátttöku. Val barna á viðfangsefnum var skipulagt á ólíkan hátt í leikskólunum óháð þeirri stefnu sem unnið var eftir. Annars vegar var um opið val að ræða í leikskólanum Gull- kistunni en hins vegar skipulagðar valstundir í hinum þremur leikskólunum. Meiri ánægja var með opna valið hjá viðmælendum, sem fannst börnunum ganga vel að velja sér leiksvæði innan þess ramma sem þar var gefinn. Skipting barna í hópa var heldur ekki með sama hætti í leikskólunum og umgengust börnin í Hjallastefnuleikskólunum frekar börn af sama kyni en börnin í þeim leikskólum sem starfa samkvæmt Reggio Emilia-aðferðunum. Athyglisvert er að almenn ánægja var meðal þátttakenda með skipulag viðkomandi leikskóla, en það bendir til þess að bæði starfsfólk og foreldrar velji sér leikskóla sem notar þær starfsaðferðir sem þeim hugnast. Starfsfólk Reggio Emilia-leikskólanna taldi hlutverk sitt vera að hlusta á hugmyndir barnanna og vera vakandi fyrir því hvert áhugi barnanna leiddi starfið. Er það í sam- ræmi við hugmyndir um fljótandi námskrá (Rinaldi, 2006). Starfsfólk leikskólanna sem störfuðu samkvæmt Hjallastefnunni vann hins vegar eftir starfslýsingum stefnunnar sem finna má í ritunum um Hjallastefnuna. Því var svigrúm starfsfólks mismikið eftir því hvaða stefnu leikskólarnir fylgdu. Niðurstöður sýna að skýrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.