Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 52
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201152 HÖnnUn og SmÍÐi vinnandi stétta (Kantola, Nikkanen, Kari og Kananoja, 1999). Menntafrömuðir þessa tíma ræddu einnig um mikilvægi handmennta (Anderson, 1926, Bennett, 1926, 1937; McArdle, 2002) í alþýðumenntun. Áhersla á þær myndi stuðla að jafnvægi líkam- legra og andlegra þátta og búa einstaklinginn betur undir lífið (Jón Þórarinsson, 1891; Bennett, 1926). Þessi áhersla birtist síðan í slöjdstefnunni sem kom fram á sjónarsviðið undir lok 19. aldar. Markmið hennar var frekar að styðja almenna uppeldislega þætti en að sinna menntun hinn vinnandi stétta í þágu breyttrar samfélagsgerðar (Bennett, 1926; Borg, 2007; Kantola o.fl., 1999; Salomon, 1892). Hin upprunalega merking slöjd er „lagtækur“ eða „hagur“ og vísar til handverks (Chessin, 2007). Í menntunarlegum skilningi vísar hugtakið slöjd hins vegar til umræðu uppeldisfræðinga þessa tímabils um almennt gildi handverks fyrir menntun barna (Borg, 2007). Tilgangur slöjd var að nýta handverk sem tæki í þjónustu alþýðumennt- unar til að byggja upp persónuleika einstaklingsins, til að efla siðvitsþroska hans og til að efla gáfur hans og iðni (Jón Þórarinsson, 1891). Finninn Uno Cygnæus (1810–1888) og Svíinn Otto Salomon (1849–1907) voru helstu frumkvöðlar kerfisbundinna kennsluaðferða fyrir uppeldismiðað handverk (slöjd) sem varð síðan að lögbundnum þætti í alþýðumenntun bæði í Finnlandi og Svíþjóð og breiddist út um víða veröld. Þeir hófu að kenna uppeldismiðað handverk í Finnlandi á sjötta áratug nítjándu aldar og lögðu áherslu á kosti þess að smíða hluti í skólaumhverfi þar sem formlegum kennsluaðferðum var beitt (Kantola o.fl., 1999). Þessar áherslur voru svo kynntar um víða veröld af þúsundum kennara víðs vegar að úr heiminum sem sóttu námskeið í skóla Salomons í sunnanverðri Svíþjóð. Uppeldis- lega miðuð smíði eða slöjd hafði afgerandi áhrif á upphafsþróun iðn- og tæknimennt- unar í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi (Bennett, 1926). Uppeldismiðuð smíða- kennsla var kynnt á Íslandi um 1898 af fyrsta fræðslustjóra landsins, Jóni Þórarinssyni. Hún varð síðan þáttur í lögbundinni alþýðumenntun í byrjun tuttugustu aldarinnar (Brynjar Ólafsson, 2008). Í grein þessari er fyrst fjallað um sögulegan, hugmyndafræðilegan og kennslu- fræðilegan bakgrunn námsgreinarinnar smíði og síðan er innkomu námsgreinarinnar á Íslandi lýst sem þætti í alþýðumenntun og fjallað um þróun hennar frá því að hug- myndafræðin barst hingað til lands með Jóni Þórarinssyni til dagsins í dag. Loks lýsa höfundar færslu smíði sem námsgreinar í grunnskóla inn á svið tæknimennta og stöðu hennar í dag. Lítið hefur verið skrifað um uppeldislegan bakgrunn námsgreinarinnar hönnunar og smíði. Höfundar telja því mikilvægt að gerð sé grein fyrir hugmyndafræðilegum bakgrunni og þróun greinarinnar. Annars er hætta á að vitneskja skólafólks um upp- runa hennar og tilgang glatist og skilningur verði takmarkaður á uppeldislegu gildi hennar fyrir almenningsmenntun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.