Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201156 HÖnnUn og SmÍÐi 9. Að ná leikni í meðferð verkfæra. 10. Að vinna nákvæmt verk og búa til nytsamar afurðir. (Íslensk þýðing greinarhöfunda) Salomon stofnaði uppeldismiðaðan handverksskóla fyrir verðandi kennara í Nääs í Suður-Svíþjóð sem varð síðan að alþjóðlegri þjálfunarmiðstöð fyrir smíðakennara árið 1875 (Bennett, 1926; Thorbjornsson, 1990). Fimm íslenskir kennarar sóttu námskeið í skóla Salomons á árunum 1875 til 1917 (Bennett, 1937). Árið 1904 gaf Salomon ásamt fleirum út ritið Handbók fyrir kennara í uppeldismiðaðri smíði (Kortfattad handledning i pedagogisk snickerislöjd) sem ætlað var kennurum er vildu hefja slíka kennslu (Salomon o.fl., 1904). Í ritinu eru allar nauðsynlegar upplýsingar og útskýringar til að kennari geti byrjað að kenna uppeldismiðaða smíði. Þar skilgreina þeir t.d. eiginleika mis- munandi viðartegunda og lýsa verkfæranotkun. Þeir lýsa einnig æfingum og sýna dæmi um verkefni (Jón Þórarinsson, 1891; Salomon fl., 1904). Kennslumiðstöð Salomons í Nääs öðlaðist smám saman alþjóðlega viðurkenningu. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út höfðu meira en 1500 kennarar frá yfir fjörutíu löndum tekið þátt í námskeiðum í uppeldismiðaðri smíði í Nääs. Í nokkra áratugi þróuðust kennsluaðferðir Salomons og urðu síðan að alþjóðlegri menntahreyfingu slöjdsins (Thorbjornsson, 1990). Margir erlendir stuðningsmenn stefnunnar kynntu hana með fyrirlestrahaldi, skrifuðu blaðagreinar og bækur, stofnuðu hreyfingar og kenndu uppeldismiðaða smíði í skólum ólíkra landa. Uppeldismiðuð smíði var einnig kynnt á nokkrum heimssýningum (The Danish slöjd guide, 1893; Thorbjornsson, 1990). Áhrif Cygnæusar og Salomons náðu einnig til Ameríku (Bennett, 1937) þegar Lars- son, sem sótt hafði skóla Salomons, fluttist til Bandaríkjanna og stofnaði slöjd-skóla í Boston árið 1888. Þessi skóli er talinn hafa markað stærsta sporið í þróun handmennta- og tæknimenntakennslu í Ameríku (Phillips, 1985). Kenningar menntafrömuðarins Deweys voru grundvallaðar á alþjóðlegri þróun í menntun þess tíma. Hugmyndafræði slöjd-hreyfingarinnar var þar áhrifamikill þáttur (Olson, 1963). Dewey átti m.a. bréfasamskipti við Salomon og varð fyrir áhrifum af hugmyndum hans (Stowe, 2008). Kenningar Deweys höfðu síðan áhrif á mótun nám- skráa í handmenntakennslu á tuttugustu öld en ekki er ólíklegt að hann hafi þróað þessar hugmyndir sínar undir áhrifum frá Salomon (Kananoja, 1989). aksEl mikkElsEn og danska skólasmíðin Aksel Mikkelsen (1849–1929) kom á fót uppeldismiðaðri smíði sem almennri kennslu- grein í dönskum skólum eftir að hafa tekið þátt í námskeiði hjá Salomon í Nääs. Um svipað leyti stofnaði Mikkelsen handverksskóla sinn (1883) í Kaupmannahöfn og byrjaði að mennta grunnskólakennara til að kenna skólasmíði í Danmörku árið 1885 (Kantola o.fl., 1999). Mikkelsen þróaði sitt eigið kennslulíkan sem þekkt er undir heitinu dönsk skólasmíði en ólíkt því sem gilti hjá Salomon var líkan Mikkelsens ekki einstaklingsmiðað heldur byggt á bekkjarkennslu (Kananoja, 1989). Mikkelsen þróaði smágerða hefilbekki og verkfæri fyrir börn, bæði vinstri og hægri handar. Í dönsku skólasmíðinni var sögin notuð sem aðalverkfærið og allir bekkir byrjuðu á að smíða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.