Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201160 HÖnnUn og SmÍÐi gefin tími eftir mikilvægi þeirra. Var mestum tíma varið í leikfimi og því næst fengu danska og slöjd jafnmikinn tíma. Aðrar greinar fengu minni tíma. Hann segir enn fremur í grein sinni; „Skólaiðnaðurinn er talinn mikilsverður. Hann hefur hressandi og styrkjandi áhrif á líkama barnanna“ (Guðmundur Finnbogason, 1902). Leiðangur Guðmundar Finnbogasonar til Evrópu og tillögur hans um fyrirkomu- lag alþýðumenntunar á Íslandi urðu til þess að honum var falið að semja frumvarp til laga um fræðslu barna sem leit svo dagsins ljós árið 1907 (Gunnar M. Magnúss, 1939; Loftur Guttormsson, 2008). Fræðslulögin mörkuðu þáttaskil í almenningsfræðslu á Íslandi (Lög um fræðslu barna nr. 59/1907). Jón Þórarinsson og Guðmundur Finn- bogason tóku þátt í undirbúningi laganna en þrátt fyrir þátttöku þeirra var ekkert minnst á kennslu í handmenntum. Þeir voru þó báðir talsmenn þess að kenna hand- menntir eins og fram hefur komið. Eflaust hefur margt haft áhrif á fjarveru hand- mennta í lögunum, s.s. skortur á kennsluaðstöðu og að kennslunni fylgja útgjöld vegna efnis og verkfæra. Handmenntir áttu fleiri talsmenn og að mati Ólafs Rastrick (2008, bls. 200) var Halldóra Bjarnadóttir, kennari og skólastjóri, einn einarðasti tals- maður þess að handavinna yrði tekin upp sem skyldunámsgrein í barnaskólum. námskrárþróUn og lög Um fræðslU barna 1929–1989 Námskrár og lög um fræðslu hafa tekið talsverðum breytingum frá því fyrstu lög þar um voru sett á Alþingi 1907. Hér verður fjallað um þann hluta þeirra er lýtur að kennslu í hönnun og smíði, eins og greinin heitir í dag, og fjallað um markmiðin sem sett eru fram. Fyrsta námskráin kom út árið 1929 (Helgi Elíasson, 1944). Börn í þéttbýli voru skólaskyld í sjö ár en þau sem bjuggu í dreifbýli voru skólaskyld í fjögur ár. Skylt var nú að kenna teikningu. Ekki voru sömu markmið í öllum fögum fyrir nemendur sem sóttu fasta skóla og þá er sóttu farskóla en sömu kröfur voru þó gerðar í námsgrein- inni teikningu. Á sjötta og sjöunda ári teiknikennslunnar segir að kenna eigi teikningu „í sambandi við handavinnukennslu, eftir því sem við verður komið“ (Helgi Elíasson, 1944, bls. 29). Það var ekki fyrr en með lögum um fræðslu barna sem gefin voru út árið 1936 að skylt var veita börnum „nokkra tilsögn í handiðju“ (Lög um fræðslu barna nr. 94/1936), eins og handmenntagreinarnar voru þá nefndar. Þótt handavinna hafi ekki orðið skyldunámsgrein fyrr en 1936 hafði kennsla í hannyrðum og smíðum víða hafist fyrr, ekki síst fyrir áhrif kvennaskólanna og félagasamtaka kvenna (Ólafur Rastrick, 2008, bls. 200). Ekki var inntak námsins skilgreint frekar. Árið 1948 voru gefin út drög að námskrám fyrir barna- og gagnfræðaskóla og voru handmenntir þá kynskiptar. Var þeim skipt í handavinnu stúlkna og skólasmíði drengja (Fræðslumálastjórnin, 1948). Tilgangur handavinnunámsins í barna- og framhaldsskólum er: a) Að veita nemendum alhliða þroska. b) Að gera þá færa um að sauma einfaldan fatnað og gera við föt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.