Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201168 HÖnnUn og SmÍÐi eru vart merkjanlegir og sjást því ekki á súluritinu. Áherslan á hina þættina er ólík milli tímabila en sýnir þó megináherslu á menntun, sem eykst verulega á tímabilinu 1997–1999. Áherslan á uppeldisgildin minnkaði umtalsvert á síðasta tímabilinu. Undirbúningur fyrir frekara nám og starf er enn mikilvægur. Flokkunin vekur margar spurningar og frekari athugun bíður ítarlegrar könnunar. Þessi athugun gefur þó til kynna að hin upprunalegu uppeldislegu gildi slöjdsins séu enn í fullu gildi en trúlega ekki eins áberandi og áður. Þetta gæti stafað af áherslunni á tæknimennt sem kom fram í námskránni 1999 og breyttum þjóðfélagsaðstæðum sem hafa kallað á aðrar áherslur í menntun. niðUrlag Undir lok 19. aldar, þegar fyrst var farið að kenna smíði á Íslandi sem skyldunáms- grein, byggðist greinin á almennum uppeldislegum gildum slöjdstefnunnar. Mark- miðið var að þroska einstaklinginn og gera hann að betri þegn með verklegri fram- kvæmd í skólastarfi. Áherslan var á skólamiðuð viðfangsefni, ekki á gerð hluta sem tengdust heimilinu eða öflun tekna (Jón Þórarinsson, 1891). Þó að uppeldismiðuð smíði hafi tekið miklum breytingum í tímans rás eru upp- runaleg gildi slöjdsins ennþá grundvöllur námsgreinarinnar og birtast í aðalnámskrá grunnskóla fyrir hönnun og smíði. Hinn hugmyndafræðilegi bakgrunnur er sem fyrr áhersla á þroska einstaklingsins og hagnýtingu handverks í almennu skólastarfi sem tæki í þjónustu uppeldisins. Inn í námsgreinina í dag fléttast þó tæknimenntaþættir og rík áhersla er á hugmyndavinnu sem birtist í áherslunni á nýsköpun og hönnun. Skilin á milli tæknimenntar og uppeldismiðaðrar smíði eru ekki alltaf greinileg. Hægt er að stefna að mikilvægum uppeldislegum markmiðum í tæknimenntakennslu á sama hátt og í uppeldismiðaðri smíði. Á mynd 9 birtist tilraun höfunda til að draga fram hugmyndafræðileg einkenni námsgreinarinnar smíði í dag, sem eru bæði lituð af upprunalegum gildum slöjdsins og nútíma tæknimenntaáherslum. Með slöjd var lögð áhersla á einstaklinginn og þroska hans en tæknimennt byggist á samfélagslegum þörfum og lausn samfélagslegra vandamála (Kananoja, 1991). Markmið slöjdsins var að mennta og þroska nemandann sem hinn góða borgara með hefðbundnu handverki (Moreno Herrera, 1999). Í líkaninu sem sýnt er á mynd 9 á nemandinn nú að búa yfir tæknilæsi sem gefur honum skilning á nútímalegu umhverfi sínu og gerir honum kleift að taka virkan þátt í að móta samfélag sitt. Með því að flétta þessi sjónarmið saman hafa fortíð og nútíð greinarinnar sameinast í áhugaverðu uppeldislíkani.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.