Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201176 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: trúverðugt og sannfærandi og ná fram tilætluðum áhrifum. Öll þjálfun og almenn þekking á umfjöllunarefninu nýtist höfundi við textagerð (sjá m.a. Nippold, 2010) og í tungumálið sækir hann verkfærin til að tjá skýrt og skilmerkilega það sem honum liggur á hjarta. Flestir geta verið sammála um að orðaforði gegni lykilhlutverki í textagerð. Í þeirri rannsókn sem hér er lýst er hann í brennidepli og gengið út frá því að gæði texta og framfarir frá einu aldursskeiði til annars birtist ekki hvað síst í því hversu nákvæmum, fjölbreytilegum og auðugum orðaforða textahöfundar beita. Til að prófa þessa tilgátu verða ýmsar hliðar orðaforðans, sem börn (11 ára), unglingar (14 og 17 ára) og full- orðnir virkja við textagerð, greindar og bornar saman. Auk ALDURS er þess vænst að yfirbragð texta og fjölbreytni í orðaforða ráðist af því hvort textinn er mæltur af munni fram eða settur fram í ritmáli, enda setja þessir tveir MIÐLAR (ritmál og tal- mál) textahöfundum afar ólíkar skorður. Loks er kannað hvort munur er á orðaforða eftir TEXTATEGUNDUM og í því skyni bornar saman persónulegar frásagnir höf- unda og hlutlægar álitsgerðir. Þessar textategundir gegna báðar lykilhlutverki í öllu námi og þekkingarmiðlun en gera mismiklar vitsmunalegar og málfarslegar kröfur sem gera má ráð fyrir að endurspeglist í orðaforðanum. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 80 talsins. Hver þeirra samdi fjóra texta: frásögn og álitsgerð í töluðu máli og sömu textategundir í rituðu máli. Rannsóknargögnin voru því 320 textar sem skiptust jafnt á milli aldursflokka, milli rit- og talmálstexta og milli textategundanna tveggja. Hér á eftir verður dregið upp víðara samhengi rannsóknarinnar sem greinin snýst um. Að því búnu verður fjallað stuttlega um aðferðirnar sem beitt var til að meta orðaforðann í textunum og um frumbreyturnar ALDUR, MIÐIL og TEXTATEGUND. mál í notkUn: ritmál og talmál Orðaforðarannsóknin er liður í stærra verkefni, Mál í notkun – ritmál og talmál, sem hef- ur það yfirmarkmið að auka þekkingu á þróun textagerðar með aldri og á því hvernig íslensk börn, unglingar og fullorðnir beita móðurmálinu við gerð ólíkra textategunda í ræðu og riti. Í áður birtum niðurstöðum úr rannsókninni hefur verið fjallað um ýms- ar þekktar vísbendingar um textagæði og framfarir í textagerð, meðal annars lengd textanna og hversu setningafræðilega flóknir þeir eru (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007). Niðurstöður bentu til gríðarmikilla framfara á því aldursbili sem rannsóknin spannar. Marktækur munur var á öllum mælingum milli 11 ára hópsins annars vegar og unglingahópanna tveggja (14 og 17 ára) hins vegar, og enn stærra framfarastökk var milli unglinganna og fullorðinna textahöfunda. Til dæmis var meðallengd texta (sem rannsóknir sýna að sé góð vísbending um hversu efnismikill hann er) sjö sinnum meiri hjá fullorðnu þátttakendunum (90 setningar; 591 orð) en yngsta hópnum (13,5 setningar; 82 orð). Þvert á forspá reyndist hins vegar ekki vera munur á 8. bekkingum í grunnskóla (14 ára) og 17 ára framhaldsskólanemum á neinni þessara vísbendinga. Þannig var meðallengd texta sú sama hjá 14 ára (31,7 setningar; 198 orð) og 17 ára unglingum (30,9 setningar; 200 orð) (bls. 148). Þetta kom á óvart því á þessu aldurs- bili ættu einmitt að hafa skapast þroska- og þekkingarskilyrði fyrir framfarastökki í málnotkun og textagerð eins og nánar verður fjallað um síðar í þessum kafla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.