Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 77
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 77
H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r
Íslenska rannsóknin Mál í notkun er jafnframt sjálfstæður hluti sjö landa saman-
burðarrannsóknar, Developing literacy in different contexts and different languages3 undir
stjórn Ruth Berman (sjá m.a. Berman og Verhoeven, 2002). Sama rannsóknarsnið, sama
kveikja og sömu fyrirmæli voru notuð við gagnasöfnun, skráningu og ýmsa úrvinnslu
í öllum löndunum, enda er eitt markmiða verkefnisins að kanna bæði sameiginleg ein-
kenni og það sem er ólíkt í þróun læsistengdrar málnotkunar hjá einstaklingum sem
eiga sér ólík móðurmál og búa við mismunandi áherslur í menningu og skólastarfi
(sjá dæmi um niðurstöður m.a. í Berman, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist,
2002; Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Aparici, Cahana-Amitay, van Hell og Viguié, 2002;
Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2005; Written Language and Literacy, 2002a;
2002b). Í öllum löndunum samdi hver þátttakandi alls fjóra texta: frásögn og álitsgerð,
hvora um sig bæði í talmáli og ritmáli, allt um sama þema. Auk þess að skapa þannig
samanburðarhæfa texta, sem hver og einn samdi þó frá eigin brjósti, stuðlar þetta
rannsóknarsnið að áreiðanleika niðurstaðna. Ekki er vitað um sambærilegar rann-
sóknir, sem taka til tveggja ólíkra textategunda, bæði í rit- og talmáli, þar sem allt er
samið af sömu einstaklingum – auk þess að vera hvort tveggja í senn, þroskarannsókn
og samanburðarrannsókn milli tungumála.
Öndvert við íslensku niðurstöðurnar sem áður voru nefndar, en í samræmi við til-
gátur byggðar á því sem vitað er um þroska- og læsisforsendur unglinga (sjá nánar
síðar í inngangi), sýndu niðurstöður frá samanburðarlöndum marktækan mun á
unglingahópunum tveimur (14 og 17 ára) í textalengd, hlutfalli aukasetninga/lengd
málsgreina og fleiri vísbendingum um framfarir í textagerð. Raunar var stærsta bilið í
flestum tilfellum einmitt á milli unglingahópanna tveggja en ekki á milli unglinganna
og fullorðna fólksins eins og í íslenska úrtakinu (Berman og Verhoeven, 2002; Hrafn-
hildur Ragnarsdóttir, 2007; Johansson, 2009). Fullorðnu íslensku þátttakendurnir
stóðu hins vegar jafnöldrum sínum í hinum löndunum fyllilega á sporði.
Strömqvist, Johansson, Kriz, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Aisenman og Ravid (2002),
Ravid og Berman (2006), Nir-Sagiv, Bar-Illan, og Berman (2008) og Johanson (2009)
hafa beint sjónum sínum að orðaforðanum í sænsku, ensku og hebresku textunum í
samanburðarrannsókninni. Niðurstöður þeirra sýna svipað þróunarmynstur í orða-
forða og lýst var í textalengd og setningagerðum í sömu málum hér að framan: Stærsta
framfarastökkið var á milli unglingahópanna tveggja, en lítill (ekki marktækur)
munur milli tveggja yngstu hópanna (10/11 og 13/14 ára) og á milli eldri hópanna
tveggja (framhaldsskólanema og fullorðinna). Eitt markmið rannsóknarinnar nú er að
ganga úr skugga um hvort sömu stöðnunar verði vart í þróun orðaforða hjá íslensku
unglingunum (milli 14 og 17 ára) og birtist í textalengd þeirra, setningagerðum og
lengd málsgreina (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007).
orðaforðinn: inntaksorð og kErfisorð
Eins og öll tungumál býr íslenskan yfir ríkulegum orðaforða af ýmsu tagi. Orðunum
má skipta í tvo meginflokka eftir eðli þeirra og hlutverkum: kerfisorð og inntaksorð.