Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 78

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 78
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201178 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: Kerfisorð eru fáliðaður flokkur orða sem ekki bera merkingu ein og sér heldur gegna því hlutverki að gefa til kynna vensl milli inntaksorða eða stærri eininga og binda þannig saman orð og setningar í stærri heildir. Undir kerfisorð flokkast orð- flokkarnir forsetningar, samtengingar, atviksorð (flest), fornöfn og hjálparsagnir. Kerfisorð eru jafnframt lokaður flokkur, þ.e. í hann bætast ekki ný orð. Flest kerfisorð eru afar algeng og eins og flest algeng orð eru þau yfirleitt mjög stutt (og, oft, frá, hún, er) (sjá m.a. Biber, Johansson, Leech, Conrad og Finegan, 1999). Andstæðan við þessi einföldu margnotaorð eru inntaksorðin, þ.e. nafnorð, sagnir, lýsingarorð og háttaratviksorð. Inntaksorð eða orðasafnsorð bera uppi merkinguna, blæbrigðin og innihaldið í því sem við segjum og skrifum (Guðrún Kvaran, 2005). Inntaksorð eru afar misalgeng og missértæk. Mörg hafa almenna merkingu og eru að sama skapi mikið notuð og við allar hugsanlegar aðstæður (matur, barn, góður, segja …), en ógrynni þeirra hafa sértæka merkingu og flókna byggingu og eiga að sama skapi aðeins við í umfjöllun um sérhæfð efni. Því sérhæfðari og nákvæmari sem merking orða er, þeim mun lengri hafa þau tilhneigingu til að vera (sbr. Lögmál Zipf, sjá Malvern, Richards, Chipere og Durán, 2004), t.d. Vaðlaheiðarvegagerðarverkfæra- geymsluskúr samanborið við hús. Flokkur inntaksorða er opinn; í hann bætast í sífellu ný orð – bæði hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og við þróun tungumálsins. Nafnorð eru í senn langstærsti orð- flokkurinn og sá opnasti. Börn hafa langflest eða öll kerfisorðin í orðaforða sínum frá unga aldri. Enginn einn Íslendingur kann hins vegar öll inntaksorðin í málinu heldur mismörg og á mis- munandi sviðum, m.a. eftir áhugamálum, menntun og sérhæfingu hvers og eins. Því má búast við að eftir því sem fólk eldist og eflist að visku og dáð aukist hlutfall inn- taksorðanna í orðaforða þess, og hlutfall nafnorða mest. Jafnframt er líklegt að bæði meðallengd orðanna í safninu og fjölbreytileiki vaxi. Ýmsar erlendar rannsóknir styðja þessar tilgátur (sjá yfirlit í Malvern o.fl., 2004). hVErnig á að mEta orðaforða? Orðaforði er margslungið fyrirbæri sem engin ein mælistika spannar (sjá m.a. Pear- son, Hiebert og Kamil, 2007; Read, 2000). Algengasta aðferðin við að meta orðaforða er stöðluð próf þar sem kannaður er skilningur prófþola á fyrirframvöldum orðum og borinn saman við frammistöðu jafnaldra á sama prófi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á orðaforða enskumælandi barna og unglinga en fram til þessa hefur ekki verið völ á stöðluðu orðaforðaprófi fyrir íslensk börn eldri en 3ja ára (Elín Þ. Þórðardóttir, 1998) og rannsóknir á orðaforða íslenskra barna og unglinga fáar (sjá þó Eyrún Gunnarsdóttir, 2003; Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Steinunn Gestsdóttir og Freyja Birgisdóttir, 2009). Orðaforðapróf hafa augljósar takmarkanir (sjá m.a. Pearson, Hiebert og Kamil, 2007; Read, 2000) en þó hefur fjöldi rannsókna staðfest að niðurstöður þeirra gefa skýra vísbendingu um hraðan vöxt orðaforðans á skólaárunum (Anglin, 1993; sjá enn- fremur yfirlit í Bloom, 2000). Til dæmis er talið að orðaforði enskumælandi meðal-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.