Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 79 H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r barns sexfaldist frá því það hefur nám í grunnskóla þar til það lýkur framhaldsskóla- prófi um 17 ára aldur. Rannsóknir sýna jafnframt gríðarlegan einstaklingsmun í stærð orðaforða. Sá munur tengist náið lestri og menntun og hefur tilhneigingu til að aukast með aldri. Loks hafa orðaforðapróf reynst spá fyrir um lesskilning mörg ár fram í tímann (Cunningham og Stanovich, 1997; Scarborough, 1998). Í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar er orðaforðinn skoðaður frá öndverðu sjónarhorni: Í fyrsta lagi beinist hún að þeim orðaforða sem fólk virkjar (e. expressive vocabulary) við að semja texta um allflókið efni en ekki þeim orðaforða sem það skilur (e. receptive vocabulary). Í öðru lagi eru ekki prófuð fyrirframvalin orð eða stök orð tekin úr samhengi heldur orðanotkun sem órofa hluti af textagerð um sjálfvalið efni þar sem hver og einn virkjar orð frá eigin brjósti. Loks er ekki er verið að bera einstaklinga saman við jafnaldra í sama viðfangsefni heldur er orðaforðinn hér einn liður í mun víðtækara mati á boðskiptafærni eftir aldri. Litið er á auðlegð orðaforða sem margvíðan eiginleika og þess freistað að finna og bera saman ýmsar megindlegar vísbendingar um auðlegð hans í textum barna, unglinga og fullorðinna; í frásögnum í samanburði við álitsgerðir og í ritmáli samanborið við talmál. Þau einkenni sem gjarnan eru tengd auðlegð orðaforða (e. vocabulary richness, sjá Read, 2000) og gæðum texta eru merkingarlegur þéttleiki (e. lexical density); fjöl- breytileiki (e. lexical diversity), notkun sértækra (e. lexical specificity) og sjaldgæfra (e. rarity) orða, og loks hversu beygingarlega flókin orðin eru (e. morphological com- plexity). Þessi einkenni eru nátengd, enda mismunandi víddir sama eiginleika. Í þessari rannsókn er reynt að nálgast þessi einkenni með nokkrum megindlegum aðferðum, sem vel hafa reynst sem mælikvarðar á þróun orðaforða í ensku (sjá Malvern o.fl., 2004; Read, 2000) en hefur ekki áður verið beitt í íslenskum rannsóknum. Þessum aðferðum verður nánar lýst í aðferðakafla greinarinnar. hVaða brEytUr hafa áhrif á orðaforða? Í öllum boðskiptum mótast bæði form og inntak orðræðunnar eða textans annars vegar af styrkleikum og hins vegar þeim takmörkunum sem vinnslugetu mannshugans og minni eru sett. Fleiri breytur hafa þar áhrif, ekki síst MIÐILLINN sem boðskiptin fara í gegnum, tilgangur boðskiptanna hverju sinni, hver viðtakandi þeirra er og fleira sem snýr að boðskiptaaðstæðunum. Hér verður í stuttu máli fjallað um þrjár frumbreytur, sem kerfisbundið eru prófaðar í þessari rannsókn, þ.e. ALDURINN og þær breytur sem honum tengjast, MIÐILINN og loks tilgang boðskiptanna (hér TEXTATEGUND), og vikið að nokkrum tilgátum um áhrif þeirra á orðaforðann. Aldur, þroski, skólastig og læsi Hugfræðingum, tauga- og þroskasálfræðingum ber saman um að tími mikilvægra þroskabreytinga gangi í garð um kynþroskaaldurinn og geti haldið áfram fram á full- orðinsár. Rannsóknir á þróun heilans og miðtaugakerfisins undanfarin ár staðfesta að þá hefst annað næmiskeið fyrir ýmiss konar þroska þar sem miklar breytingar verða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.