Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 81 H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r Málfarslegar hefðir þessara tveggja miðla eru einnig að ýmsu leyti ólíkar. T.d. þykir lýti að endurtaka sama orðið oft í ritmáli en viðeigandi að nota sjaldgæfan og sértækan ritmálsorðaforða, sem hins vegar kann að hljóma tilgerðarlega í talmáli. Gera má ráð fyrir að þessar ólíku boðskiptaaðstæður og hefðir ritmáls og talmáls hafi áhrif á orðaforðann sem textahöfundum tekst að virkja. Þeir grípi sjaldnar til langra, flókinna og sjaldgæfra orða í talmáli en ritmáli, endurtaki í ríkara mæli sömu orðin og pakki upplýsingum ekki jafn þétt og í ritmálstextum, en það léttir allt á úrvinnsluálagi viðtakandans. Þetta ætti til dæmis að birtast í hærra hlutfalli kerfisorða á kostnað inntaksorða í talmáli, en meiri notkun nafnorða og meiri fjölbreytni í orða- vali í ritmáli. Meira sé jafnframt af löngum, beygingarlega flóknum orðum í ritmáli en talmáli. Niðurstöður úr sænska hópnum í samanburðarrannsókninni staðfestu að textaþéttleiki, fjölbreytileiki og meðallengd orða var meiri í ritmáli en talmáli í öllum aldursflokkum (Johansson, 2009; Strömqvist o.fl., 2002), og Ravid og Berman (2006) komust að sömu niðurstöðu varðandi textaþéttleika og meðallengd orða í rannsókn sinni á enskum og hebreskum textum. Hins vegar fundu Berman og Verhoeven (2002) ekki kerfisbundinn mun á fjölbreytileika orðaforða rit- og talmáls í samantekt sinni á niðurstöðum samanburðar á öllum málunum sjö. Gögnin sem safnað var fyrir þessa rannsókn henta einkar vel til að skoða kerfis- bundið áhrif miðilsins á orðaforða vegna þess að sömu einstaklingar sömdu texta um sama efni bæði í ritmáli og talmáli, en augljóslega styrkir það áreiðanleika mæling- anna. Ekki er vitað um margar rannsóknir þar sem sömu höfundar semja bæði rit- og talmálstexta um sama efni (sjá þó Scott og Windsor, 2000). Textategundir Frásagnir og álitsgerðir eru að flestu leyti ólíkar textategundir og gera ólíkar vits- munalegar og málfarslegar kröfur til málnotenda (Berman og Nir-Sagiv, 2007; Hrafn- hildur Ragnarsdóttir, 2007). Í rannsókninni sem hér um ræðir sögðu þátttakendur frá atviki úr eigin lífi. Sjónarhorn sögumanns var því persónulegt og burðarás textans raunverulegt fólk og atburðir sem gerst höfðu á tilteknum stað og stund og í tímaröð sem sögumaður gat haft til halds og trausts við textagerðina. Álitsgerðir hafa ekkert slíkt haldreipi. Inntak þeirra er tímalausar staðhæfingar, tilgátur og alhæfingar, sem eru óháðar tilteknum persónum, stað eða stund, ásamt rökum með og á móti ólíkum sjónarmiðum. Höfundur stillir sér upp utan textans, sjónarhorn hans er ópersónulegt. Álitsgerðir eru þannig mun óhlutstæðara viðfangs- efni en frásögn og gera í ríkara mæli vitsmunalegar kröfur sem eiga sér kjörtíma á unglingsárunum eins og lýst var hér að framan. Þær kalla væntanlega einnig í ríkara mæli á notkun óhlutstæðra orða og hugtaka, sem jafnframt hafa tilhneigingu til að vera sértækari og sjaldgæfari en lunginn af orðaforðanum sem nýtist í frásögnum (Chall, 2000). Ólík staða höfundar felur í sér að nafnorð (en ekki fornöfn) eru t.d. meira notuð sem frumlag í álitsgerðum en frásögnum (Biber o.fl., 1999), en það leiðir til þess að textinn verður merkingarlega þéttari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.