Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 85

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 85 H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r fjölbreytileika á milli tungumála með beinum samanburði á skorum úr VocD. Í rann- sókninni sem fjallað er um í þessari grein kemur hins vegar væntanlega í ljós hvort VocD greinir á milli textategunda, miðla og aldursflokka í íslensku. (b) Fjölbreytileiki nafnorða. Hlutfall mismunandi nafnorða af öllum orðum. Hvert nafnorð (eða beygingarmynd nafnorðs) er talið einu sinni (e. types). 3. Orðalengd. Fljótt á litið kann meðallengd orða að virðast yfirborðskennd mæling á auðlegð orðaforða en í ensku hefur hún reynst gefa gagnlegar og samhljóða upplýsingar um ýmsa eiginleika sem tengjast gæðum texta. Í rannsóknum á orðaforða enskumæl- andi barna hafa mælingar á meðallengd orða í texta þannig sýnt marktæka fylgni við fjölbreytileika orðaforðans, við mælingar á hversu sértækur og beygingarlega flókinn hann er, sem og við mælingar á þéttleika texta og gæðum ritsmíða (Malvern o.fl., 2004). Margar ástæður gætu legið að baki því að meðallengd orða tengist þróun orðaforða með aldri. Til dæmis tengist lengd orða tíðni þeirra í málinu samkvæmt lögmáli Zipf (1932; sjá einnig Malvern o.fl., 2004). Algeng orð eru líklegri til að vera stutt, sjaldgæf orð lengri. Sjaldgæf orð koma að öðru jöfnu síðar í málþroska en algeng og því er líklegt að lengd orða tengist framförum í textagerð. Í öðru lagi stafar vöxtur orða- forða á skólaárunum að umtalsverðum hluta af framförum í málfræði og orðmyndun (Anglin, 1993). Líkur eru á að beygingarlega flókin orð séu lengri en þau sem eru beyg- ingarlega einföld (þó ýmiss konar hljóðavíxl o.fl. hafi áhrif á hversu beygingarlega flókin orð eru í íslensku án þess að lengja orðin) og því er hugsanlegt að meðallengd orða endurspegli framfarir í málþroska. Ekkert af þessu hefur áður verið rannsakað í íslensku og því óvíst hvort tengsl meðallengdar orða við tíðni og málfræðiþróun séu af sama toga í íslensku og í ensku. Kveikja Til þess að fá samanburðarhæf gögn var sama kveikja notuð í öllum aldursflokkum (og öllum löndunum). Þriggja mínútna leikið myndband án orða var búið til sérstak- lega fyrir þessa rannsókn um efni sem höfða mundi til allra þátttakenda jafnt og væri líklegt til að vekja með þeim hugrenningatengsl. Á myndbandinu eru nokkrar senur úr lífi ungs fólks í framhaldsskóla, þar sem sviðsettir eru samskiptaárekstrar með siðferðislegu ívafi sem allir kannast við: einelti, prófsvindl, hnupl, stympingar o.fl. Gagnasöfnun Þátttakendur horfðu á myndbandið einn í senn. Í kynningu var tekið fram að mynd- bandið ætti ekki að vera efniviður textanna sem slíkt heldur væri því ætlað að kveikja minningar um atvik úr lífi þátttakenda sjálfra. Hver þátttakandi var síðan beðinn um að semja fjóra texta: I. Frásögn af atviki úr eigin lífi sem kom upp í hugann við að horfa á myndbandið: (a) Í mæltu máli. (b) Ritaða frásögn af sama atburði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.