Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 92

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201192 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: Rannsóknin beindist að orðaforða sem 80 textagerðarmenn úr fjórum aldursflokk- um virkjuðu við gerð texta frá eigin brjósti út frá sömu myndbandskveikju. Á grund- velli þekkingar, sem einkum er sótt í hugfræði og þroska- og málvísindi, var lagt upp með þær megintilgátur að (a) ALDUR, (b) MIÐILL og (c) TEXTATEGUND hefðu áhrif á hversu auðugum og fjölbreytilegum orðaforða textasmiðir beittu og hversu merk- ingarlega þéttur texti þeirra væri. Tölfræðileg greining gagnanna renndi stoðum undir allar megintilgáturnar. Hér á eftir verða helstu niðurstöður dregnar saman og bornar saman við niðurstöður fyrri greiningar á sömu gögnum (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007), niðurstöður systur- rannsókna á orðaforða í enskum, hebreskum og sænskum textum og fleiri erlendar rannsóknir. Í lok kaflans verður vikið að nokkrum spurningum sem vakna í framhaldi af þessari rannsókn. Eins og ráð var fyrir gert í tilgátum hafði ALDUR marktæk megináhrif á dreifingu allra fylgibreytanna: þéttleika, fjölbreytileika, hlutfall nafnorða og meðallengd orða. Þegar beitt var marghliða samanburði til að kanna hvar marktækur munur væri á milli aldurshópa kom í ljós að með einni undantekningu (VocD) voru einu marktæku skilin á milli fullorðinna annars vegar og allra yngri hópanna hins vegar. Stökkbreyting varð í virkjuðum orðaforða milli unglinga og fullorðinna. Þeir síðarnefndu notuðu lang fjölbreytilegasta orðaforðann, textar þeirra voru efnislega þéttastir og orðin að meðal- tali lengri en í textum barna og unglinga, sem bendir til þess að þeir noti í mun ríkara mæli sjaldgæf, sértæk, beygingarlega flókin orð. Enginn munur var hins vegar á milli yngri hópanna þriggja nema á fjölbreytileikamælingunni (VocD), sem greindi mark- tækan mun á orðaforða 11 ára barna og unglinga. Þó textar lengist og verði setninga- fræðilega flóknari milli 11 ára aldurs og unglinga (sjá Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007) héldust hlutfall inntaksorða og vísbendingar um notkun sértækra, sjaldgæfra orða (orðalengd) sem sé óbreytt frá 10–11 ára til 16–17 ára aldurs, og þvert á forspár reyndist hvergi munur á 14 og 17 ára unglingum á mælikvörðunum sem hér var beitt. Sú bylting í þróun orðaforða sem vænst var í kjölfar þroskabreytinga og fluglæsis á unglingsárunum lét þannig ekki á sér kræla fyrr en í hópi fullorðinna í íslenska úrtak- inu. Í öllum hinum löndunum urðu meginskilin í málnotkun og orðræðufærni á milli 13/14 og 16/17 ára aldurs. Sú niðurstaða er í samræmi við það sem vænta má út frá þroska og læsisstigi miðað við lengd skólagöngu. Þó ekki sé ástæða til að draga mjög afdráttarlausar ályktanir af íslensku niðurstöðunum (sem byggðar eru á 80 manna úrtaki) eru þær umhugsunarverðar. Eins og vikið var að í inngangi benda rannsóknir þroska- og taugasálfræðinga til þess að öndvert við þroskabreytingar fyrstu æviár- anna, sem segja má að öll börn gangi í gegnum, séu þroskabreytingar annars ævi- áratugar í ríkum mæli háðar örvun og þeim viðfangsefnum sem hver og einn ungling- ur spreytir sig á. Eitt mikilvægasta þroskaverkefni unglingsáranna er að byggja undir- stöður þróaðs læsis. Er hugsanlegt að íslenskir skólar leggi minni áherslu en skólar í samanburðarlöndunum á það sem þarf til að það takist, þ.e. krefjandi viðfangsefni, gagnrýna hugsun og málnotkun eins og þá sem reynir á í flókinni textagerð? (Sjá t.d. Hrafnhildi Ragnarsdóttur, 2007; Rúnar Sigþórsson, 2006; sbr. einnig niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár). Hvort sem það er tilfellið eður ei verða þessar niður- stöður og fleiri vonandi til þess að hvetja stefnumótendur menntamála og kennara til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.