Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201194
textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna:
álitsgerðum og tengist það hærra hlutfalli inntaksorða en bendir líklega einnig til þess
að þar séu í ríkara mæli virkjuð sértæk, flókin og sjaldgæf orð. Allt endurspeglar þetta
að álitsgerðir eru málfarslega og vitsmunalega „erfiðari“ í framleiðslu og úrvinnslu
en frásagnir, og samræmist þar með niðurstöðum fyrri greiningar á sömu gögnum
sem sýndi að álitsgerðir innihalda lengri setningar og eru setningafræðilega flóknari
(marktækt hærra hlutfall aukasetninga) en frásagnir (Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
2007). Í samræmi við tilgátur mælist fjölbreytileiki orðaforðans hins vegar svipaður í
báðum TEXTATEGUNDUM, bæði samkvæmt VocD og nafnorðastuðli. Þó það komi
ekki fram á þeim mælitækjum sem notuð voru að þessu sinni má gera ráð fyrir að
merking orðaforðans sé af ólíkum toga í TEXTATEGUNDUNUM tveimur. Ef að líkum
lætur einkennast álitsgerðir til dæmis af meiri notkun óhlutstæðra orða og hugtaka en
frásagnir, sem aftur á móti einkennast af orðaforða yfir áþreifanlega hluti, persónur
og sýnilegar gjörðir þeirra (Ravid, 2006). Í framhaldi af þessari rannsókn er ætlunin að
lemma gagnasafnið og greina merkingu og eðli orðaforðans nánar með eigindlegum
aðferðum.
athUgasEmdir
1 Rannsóknin Mál í notkun: tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna var styrkt
af Rannsóknasjóði Íslands, styrknúmer 060634022 og Rannsóknasjóði HÍ. Þakkir
einnig til Máls og menningar sem styrkti rannsóknina með bókargjöf til þátttak-
enda. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn, þ. á m. Eddu Kjartansdóttur,
Rannveigar Jóhannsdóttur og Þórunnar Blöndal sem aðstoðuðu við gagnasöfnun;
Helgu Jónsdóttur og Karenar Óskar Úlfarsdóttur sem skráðu og Anne-Christin
Tannhäuser sem aðstoðaði við úrvinnslu. Loks var hlutur þátttakenda bæði krefj-
andi og tímafrekur. Þeim er kærlega þakkað fyrir þeirra mikilvæga framlag.
2 Texti vísar bæði til ritmáls og talmáls í þessari grein og textahöfundur á við þann
sem skrifar textann eða mælir af munni fram.
3 Fjölþjóðlega rannsóknin Developing literacy in different contexts and different languages
var styrkt af Spencer Foundation Major Grant for the Study of Developing Literacy.
4 Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk og samræmd próf í 10. bekk.
hEimildaskrá
Amalía Björnsdóttir. (2005). Pælt í PISA. Uppeldi og menntun, 14(2), 117–122.
Anglin, J. M. (1993). Vocabulary development: A morphological analysis. Monographs of
the Society for Research in Child Development, 58(10), 1–166.
Berman, R. A. og Nir-Sagiv, B. (2007). Comparing narrative and expository text construc-
tion across adolescence: A developmental paradox. Discourse Processes, 43, 79–120.
Berman, R. A., Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist, S. (2002). Discourse stance:
Written and spoken language. Written Language and Literacy, 5, 255–289.