Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201194 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: álitsgerðum og tengist það hærra hlutfalli inntaksorða en bendir líklega einnig til þess að þar séu í ríkara mæli virkjuð sértæk, flókin og sjaldgæf orð. Allt endurspeglar þetta að álitsgerðir eru málfarslega og vitsmunalega „erfiðari“ í framleiðslu og úrvinnslu en frásagnir, og samræmist þar með niðurstöðum fyrri greiningar á sömu gögnum sem sýndi að álitsgerðir innihalda lengri setningar og eru setningafræðilega flóknari (marktækt hærra hlutfall aukasetninga) en frásagnir (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007). Í samræmi við tilgátur mælist fjölbreytileiki orðaforðans hins vegar svipaður í báðum TEXTATEGUNDUM, bæði samkvæmt VocD og nafnorðastuðli. Þó það komi ekki fram á þeim mælitækjum sem notuð voru að þessu sinni má gera ráð fyrir að merking orðaforðans sé af ólíkum toga í TEXTATEGUNDUNUM tveimur. Ef að líkum lætur einkennast álitsgerðir til dæmis af meiri notkun óhlutstæðra orða og hugtaka en frásagnir, sem aftur á móti einkennast af orðaforða yfir áþreifanlega hluti, persónur og sýnilegar gjörðir þeirra (Ravid, 2006). Í framhaldi af þessari rannsókn er ætlunin að lemma gagnasafnið og greina merkingu og eðli orðaforðans nánar með eigindlegum aðferðum. athUgasEmdir 1 Rannsóknin Mál í notkun: tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna var styrkt af Rannsóknasjóði Íslands, styrknúmer 060634022 og Rannsóknasjóði HÍ. Þakkir einnig til Máls og menningar sem styrkti rannsóknina með bókargjöf til þátttak- enda. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn, þ. á m. Eddu Kjartansdóttur, Rannveigar Jóhannsdóttur og Þórunnar Blöndal sem aðstoðuðu við gagnasöfnun; Helgu Jónsdóttur og Karenar Óskar Úlfarsdóttur sem skráðu og Anne-Christin Tannhäuser sem aðstoðaði við úrvinnslu. Loks var hlutur þátttakenda bæði krefj- andi og tímafrekur. Þeim er kærlega þakkað fyrir þeirra mikilvæga framlag. 2 Texti vísar bæði til ritmáls og talmáls í þessari grein og textahöfundur á við þann sem skrifar textann eða mælir af munni fram. 3 Fjölþjóðlega rannsóknin Developing literacy in different contexts and different languages var styrkt af Spencer Foundation Major Grant for the Study of Developing Literacy. 4 Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk og samræmd próf í 10. bekk. hEimildaskrá Amalía Björnsdóttir. (2005). Pælt í PISA. Uppeldi og menntun, 14(2), 117–122. Anglin, J. M. (1993). Vocabulary development: A morphological analysis. Monographs of the Society for Research in Child Development, 58(10), 1–166. Berman, R. A. og Nir-Sagiv, B. (2007). Comparing narrative and expository text construc- tion across adolescence: A developmental paradox. Discourse Processes, 43, 79–120. Berman, R. A., Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist, S. (2002). Discourse stance: Written and spoken language. Written Language and Literacy, 5, 255–289.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.