Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011100 námSmat Í náttúrUfræÐi Hér er skýrt frá niðurstöðum um námsmat í náttúrufræði eins og því er lýst í skóla- námskrám þeirra skóla sem voru rannsakaðir. Leitað er svara við spurningunni hvað má lesa úr skólanámskrám grunnskóla um námsmat í náttúrufræði. námsmat Námsmat felur í sér öflun upplýsinga eða gagna um nám, árangur þess og framvindu ásamt túlkun niðurstaðna matsins. Þannig getur verið um að ræða mat á því sem aðhafst er á meðan nám fer fram annars vegar og hins vegar mat á afrakstri náms eða útkomu, til dæmis úrlausnum prófa, verkefnaúrlausnum og listaverkum. Meðal álitamála í þessum efnum er að hvaða marki nemandinn sjálfur er metinn, persónu- einkenni hans og hegðun og á hinn bóginn að hvaða marki verk hans eru metin (Gron- lund og Waugh, 2009). Val matsaðferða ræðst af þessu, hvort sem þær eru formlegar eða óformlegar. Meðal formlegra matsaðferða eru hefðbundin skrifleg próf þekktust, en auk þeirra þekkjast ýmsar aðrar útfærslur formlegs og óformlegs mats, t.d. frammistöðumat (e. performance-based assessment) og rauntengt mat (e. authentic assessment). Rauntengt frammistöðumat miðar að því að meta leikni og frammistöðu nemenda í raunverulegu samhengi (Gronlund og Waugh, 2009) með eða án vitundar þeirra sjálfra og er þá gjarnan stuðst við matstæki eins og gátlista, matskvarða eða matsviðmiðatöflur, matstæki sem Gronlund og Waugh (2009) nefna checklists, rating scales og rubrics. Námsmat kemur við sögu á öllum stigum námskrárþróunar, jafnt í hinni opinberu aðalnámskrá sem við raunverulega innleiðingu hennar, og þar með í samskiptum nemenda og kennara í daglegu skólastarfi. Af augljósum ástæðum hlýtur að teljast eftirsóknarvert að tryggja samfellu þarna á milli. Í þekktri samantekt um rannsóknir á námsmati bentu Black og Wiliam (1998a) á ákveðinn vanda í þessu sambandi, þar sem þeir líktu skólastofunni við svartan kassa. Vísunin er þekkt úr heimi vísinda og tækni, t.d. kerfisverkfræði; þar er svarti kassinn hugsaður sem búnaður eða kerfi þar sem menn láta sig fyrst og fremst varða inntakið (e. input), úttakið (e. output) og yfir- færsluna sem á sér stað, en síður hvernig yfirfærslan gengur fyrir sig, þ.e. hvað raun- verulega gerist inni í svarta kassanum. Ef skólastofan er hugsuð sem slíkur kassi felst líkingin í því að hagsmunaaðilar skólakerfisins láti sig annars vegar varða markmiðin og inntakið (hvað á að læra?) og hins vegar árangurinn (hvað lærðist?) sem sé heppi- legt að mæla með einhvers konar ytra mati, til dæmis stöðluðum eða samræmdum prófum. Að mati Blacks og Wiliams felst hinn meinti vandi einmitt í því að gefa því ekki nægan gaum sem gerist inni í svarta kassanum. Black og Wiliam (1998a; 1998b), og reyndar ýmsir fleiri sérfræðingar á sviði náms- mats (Dysthe, 2008; Stecher, Chun og Barron, 2004), benda á að hin vélræna inntaks- úttaks-áhersla, svo notað sé orðfæri kerfishönnuða, sé engan veginn á undanhaldi. Hún hafi jafnvel eflst að nokkru marki með tilkomu alþjóðlegra samanburðarrannsókna á borð við Third International Mathematics and Science Study (TIMSS) og Programme for International Student Assessment (PISA). Einnig hafi áhrif svonefndrar staðlahreyfingar (e. standards movement) gefið stöðluðu samanburðarmati byr undir báða vængi. Í því sambandi spyr Turner (2008) einfaldlega hvað hafi orðið um þau fögru fyrirheit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.