Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 101

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 101 meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir sem fólust í hugmyndinni um vísindalegt læsi fyrir um þremur áratugum síðan; svo virðist sem þau hafi vikið að verulegu leyti fyrir hinum alþjóðlegu samanburðar- rannsóknum og stöðlum. En þrátt fyrir það fær sú hugmynd jafnframt aukinn byr og viðurkenningu að námsmat þurfi að vera sívirkur og ómissandi þáttur í öllu náms- ferlinu (Bell, 2000; Weeden, Winter og Broadfoot, 2002). Þar með sé sjónum okkar beint inn í skólastofurnar. Þar eigi sér stað flókin en mikilvæg samskipti og samstarf sem tengist námsmati. Bell (2000) lýsir þessu samstarfi sem eins konar sameignarverkefni (þýðing á enska orðinu „partnership“) meðal kennara og nemenda. Kennarar og nem- endur móti námsferlið í sameiningu, túlki það og meti í samhengi við þann veruleika sem þeir lifa og hrærast í. Slíkt fyrirkomulag náms og mats á því gengur í raun þvert á þá hefðbundnu sýn á skólastarf að kennarar séu í ákveðnum skilningi ósjálfstæðir fagmenn er fylgi forskriftum utan frá (inntak), kenni samkvæmt þeim og meti svo árangurinn (úttakið) sjálfir eða í samstarfi við utanaðkomandi aðila (Van den Akker, 2010; Black og Wiliam, 1998a). Hvað sem öðru líður þá telur van den Akker að athygli sérfræðinga beinist í vaxandi mæli að ófyrirséðum en mikilvægum samskiptum kenn- ara og nemenda, en hitt sjónarmiðið hafi að sama skapi veikst, að kennarar skuli virka sem ósjálfstæðir fagmenn er fylgi ytri forskriftum (Van den Akker, 2010, bls. 9). Grundvallarhugtök í þessu samhengi eru leiðsagnarmat annars vegar og lokamat hins vegar. Þegar best lætur er leiðsagnarmat lykilatriði í samskiptum kennara og nemenda og einkennir það sameignarverkefni, sem Bell nefndi svo, því þá virkar það sem driffjöður náms og kennslu á meðan lokamat er notað til að votta um náms- árangur við lok námstíma. Bennett (2003) telur rannsóknir benda til þess að sam- hæfing leiðsagnarmats og lokamats geti verið skynsamleg, öll gögn sem verði til við námsmat megi nýta á skynsamlegan hátt, hvort sem þau verði til við lokamat eða leið- sagnarmat. Black og Wiliam (1998a; 1998b), einnig Bennett (2003), telja að niðurstöður þeirra fjölmörgu rannsókna á námsmati sem þau rýndu í staðfesti að leiðsagnarmat samofið daglegu skólastarfi stuðli án nokkurs vafa að bættum námsárangri og jafn- framt auknum námsáhuga meðal nemenda. En þau benda jafnframt á að leiðsagnar- mati og lokamati sé oft beitt jöfnum höndum, mörkin þar á milli séu oft óljós og því megi auðveldlega nýta niðurstöður lokamats sem þátt í leiðsagnarmati. En þegar námsmat er annars vegar nægir ekki að spyrja um eðli matsins, tilgang og aðferðir. Mikilvægt er að spyrja einnig hvað skuli meta og hvers vegna. Bloom og félagar settu fram hugmyndir um flokkunarkerfi námsmarkmiða (Bloom 1956; Krathwohl, Bloom og Masia, 1964), sem víða hefur komið við sögu þegar skipulag náms og námsmats er annars vegar. Það nær til þriggja sviða mannlegrar hugsunar og hæfileika. Þau eru vitsmunasvið (þekking, kunnátta, skilningur o.fl.), viðhorfa- og tilfinningasvið (áhugi, tilfinningar, gildismat o.fl.) og leiknisvið (færni og hæfni til að framkvæma aðgerðir, sýna, flytja o.s.frv.). Á síðari tímum hafa slík flokkunarkerfi verið þróuð og útfærð með ýmsum hætti. Marzano (2001) ruddi til dæmis nýja braut í þessum efnum, þar sem hann talaði um þrenns konar þekkingu og leikni, þ.e. beina þekkingu á hugtökum (e. declarative knowledge), þekkingu á ferli eða framkvæmd ákveðins verks (e. procedural knowledge) og loks leikni af því tagi sem kemur fyrir á leiknisviði, sbr. hugmyndir Blooms og félaga (e. psychomotor procedures). Slíkt kerfi hæfir vel markmiðssetningu og námsmati í náttúrufræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.