Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011106
námSmat Í náttúrUfræÐi
Misítarlegar upplýsingar komu fram um þessa þætti námsmats í skólanámskrán-
um, eins og nánar er útskýrt í niðurstöðum. Í sex skólanámskrám komu engar upp-
lýsingar fram um námsmat í náttúrufræði og því eru hér greindar upplýsingar úr
skólanámskrám 52 grunnskóla.
niðUrstöðUr
Hér fara á eftir helstu niðurstöður. Byggt er á upplýsingum sem fundust um nám
og kennslu í náttúrufræði í námsáætlunum fyrir 3., 6. og 9. bekk, en niðurstöður um
tilgang byggjast einnig á almennum hlutum skólanámskránna sem greindar voru.
Tilgangur og stefnumörkun
Hjá þeim skólum sem fjölluðu á annað borð um námsmat í náttúrufræði í skóla-
námskrám sínum var upplýsingar um tilgang og stefnumörkun jafnan að finna í
almennum hluta skólanámskrárinnar en síður í umfjöllun um einstaka árganga eða
námsgreinar. Þótt niðurstöðurnar þar eigi ekki sérstaklega við um náttúrufræði má
finna þar ýmis athyglisverð atriði sem gefa vísbendingar um námsmat á því sviði sem
öðrum. Annars vegar finnast nokkur dæmi um tilgang sem einkennist af áherslu á
bóknám og próf í hefðbundnum námsgreinum:
Fastir þættir eru miðsvetrarpróf og vorpróf, en einnig er lokapróf í hverri námsgrein
eftir hvern lesgreinaáfanga. (Úr skólanámskrá skóla nr. 23 af 58)
Þótt hér komi ekki skýrt fram að nám í náttúruvísindum falli undir „lesgreinaáfanga“
má ætla að svo sé miðað við reynslu höfunda af námskrárþróun. Hins vegar er að
finna athyglisverðar lýsingar á námi og námsmati sem benda til annars konar náms
og mats í náttúruvísindum:
Mikilvægt er að nemendur taki þátt í að móta námsmatið, axli ábyrgð og séu metnir
út frá vinnu sinni. Nemendur læra að skoða verk sín á markvissan hátt til að komast
að raun um hvað vel hefur tekist og hvað má bæta. (Úr skólanámskrá skóla nr. 4 af
58)
Dæmi eru um stefnumörkun sem gerir ráð fyrir að nemendur og jafnvel foreldrar
komi að matinu með það fyrir augum að ræða og kynna sér nánar viðfangsefnin. Þau
tæplega 60% skóla, sem tilgreina matsatriði (hvað metið) í almennum kafla skólanám-
skrár, nefna meðal annars atriði sem eðlilegt er að heimfæra á náttúrufræði, t.d. færni
í vinnubrögðum, þekkingu, skilning, verklegt nám, frammistöðu og vinnu. Í þessum
efnum virðast skólar þó stunda ólík vinnubrögð ef marka má lýsingar í skólanám-
skrám. Loks skal á það bent að í miklum meirihluta skóla er leiðsagnarmat tilgreint
sem megináhersla, þegar vikið er að tilgangi námsmats í almennum hluta skólanám-
skrár. Námsáætlanir í náttúrufræði benda hins vegar til að svo sé ekki nema að hluta
á því sviði. (Sjá nánar um tilgang og stefnumörkun í Meyvant Þórólfsson o.fl., 2009.)