Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 128

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 128
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011128 tÓnliStarnámSefni fyrir leiKSKÓla – tVÖfaldUr fengUr! öndunaræfingum og leikjum. Þá koma þulur, rímur og romsur og síðast en ekki síst söngvar og eru sönglögin nokkuð fjölbreytt. Gaman er að sjá eitt lag frá hverju margra íslenskra tónskálda og tónlistarmanna ásamt lögum víða að úr heiminum. Í 5.–7. kafla er unnið út frá hljóðfærum og byrjað á hljóðfæri sem ekki þarf að kaupa, eða líkam- anum. Þar er fjallað um hvernig við getum notað klapp, stapp og annan búkslátt til að spila undir söng eða sem annars konar hljóðmynd. Síðan eru skólahljóðfæri eða Orff-hljóðfæri kynnt með myndum ásamt hugmyndum og leiðbeiningum um notkun þeirra. Þá lýkur hljóðfærahlutanum á kafla um heimasmíðuð hljóðfæri. Eftir að hafa stiklað á stóru um grafíska nótnaskrift (óhefðbundna nótnaskrift) fjalla 9.–13. kafli um hreyfingu, skynjun, líkamsvitund og dans. Síðasti kaflinn heitir Spenna og slökun og má segja að hann loki hringferðinni sem hófst á kaflanum Velkomin! Nafna- og kveðju- leikir. Ef unnið væri með eina hugmynd úr hverjum kafla væri farið í vel flesta ef ekki alla þætti tónlistar og hreyfingar. Þannig gætu kennarar og börn farið hring eftir hring í gegnum efni bókarinnar. Bókinni fylgja tveir geisladiskar. Annar inniheldur hvorki meira né minna en 79 sönglög og leiki. Fyrst og fremst er þar á ferð gott fylgiefni með nótum og textum í bókinni sem auðveldar leiðbeinendum og jafnvel börnunum að læra lögin. Á hinum diskinum eru upptökur af tónverkum og tónlist sem notuð eru við hreyfingu og dans. Upptökurnar eru allar vandaðar og lofsvert er að nota fjölbreyttar útsetningar af döns- unum þar sem útsetningar eru í samræmi við menningu og hljóðfæranotkun þess landsvæðis sem við á. Það verður ekki fjallað um námsefnið án þess að nefna umgjörð þess og útlit. Bókin er augnayndi, óvenju litrík og hana prýðir fjöldi fallegra og skemmtilegra litmynda af börnum við leik og söng. Sem námsefni í tónlist og hreyfingu fyrir börn á leik- skólaaldri stendur verkið fyllilega undir þeim markmiðum sem lagt var af stað með. Uppsetning þess og efnistök eru eins og áður segir mjög skýr og ættu að vera hverjum leikmanni aðgengileg. Hún gefur notanda hins vegar töluvert svigrúm til að nýta hugmyndirnar út frá eigin forsendum og eins og höfundur hvetur til, að nýta þann innblástur sem efniviðurinn veitir til að gefa eigin sköpunargleði byr undir báða vængi. að lokUm Afstaða beggja höfunda er greinilega sú að allir geti lært tónlist og að hún sé mikil- vægur og sjálfsagður hluti af uppeldi hverrar manneskju. Þetta eru metnaðarfull verk byggð á mikilli þekkingu og ekki síst reynslu af kennslu barna og leikskólastarfsmanna og efnið vel valið út frá því sem reynst hefur best bæði fyrir börnin og kennarana. Þó verkin eigi ótalmargt sameiginlegt er nálgunin og efnið oft af ólíkum toga. Sem dæmi má nefna að af þeim 34 hlustunar- og dansverkum sem valin eru á diskana er aðeins eitt tónverk sameiginlegt. Af þeim 156 sönglögum sem valin eru í bækurnar eru aðeins fjögur í báðum bókum. Sigríður leggur áherslu á þjóðlög frá ýmsum lönd- um, mörg frá Norðurlöndum, og sönglög frá norður Evrópu en sérstaklega þó íslensk þjóðlög sem hún hefur rannsakað töluvert. Einnig er í hennar námsefni að finna flest
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.