Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 136

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011136 Í HVaÐa leiKSKÓla VarSt Þú eiginlega? sínum en rölta með stelpunum sínum. Kvenkyns leikskólakennarar hrósa klæðaburði stelpna en skamma stráka. Strákar fá ekki að vera með í hlutverkaleik og stelpur ekki í fótbolta. Það er stelpulykt af stelpum sem getur smitast í stráka ef þeir leiða stelpur. Myndirnar vinna með og styrkja þá sýn sem dregin er upp. Þegar Ragnar dreymir ofurhetjuna er hún grá, þegar Fríða hugsar um Öskubusku er hún gyllt; önnur forsíða bókarinnar er bleik og hin blá. Fyrst þegar ég las bókina átti ég erfitt með hana, mér fannst klisjurnar fullmargar og sumar byggðar á meiri fordómum en þægilegt er. Ég íhugaði hvort ekki væri hætt við að þegar bækur sem þessar eru lesnar verði þær til þess að festa staðalmyndir enn þá meira í sessi og í raun virka öfugt við það sem ætlað er. Má í því sambandi líta til skrifa Guðnýjar Guðbjörnsdóttur (1994) um jafnréttisátaksverkefni og gildi þeirra. Ég hugleiddi hvort bókin um Rósu og Friðrik gæti viðhaldið og stuðlað að ranghugmyndum um hlutverk og veruleika kynjanna hjá börnum, einkum vegna þeirrar athygli sem fullorðnir veita henni og því sem þeir jafnvel gera úr lestri hennar. Verður tilurð hennar og lestur með börnum til þess að vinna gegn settum jafnréttis- markmiðum? Ástæða vangaveltna minna eru þær klisjur sem ég nefndi hér að framan og einkenna bókina. Bókin á að spegla raunveruleika barna er sagt en mér er það til efs. Líklega má fremur segja að hún dragi upp ýkta mynd en raunsanna af degi í lífi stelpna og stráka. Hins vegar efast ég ekki um að bókin speglar ákveðna ímynd sem gefin er af lífi barna, t.d. í kvikmyndum og í ýmsum fjöldaframleiddum bókum sem tengjast Hollywoodvæðingu bernskunnar. Ímynd sem hefur sterk áhrif á börn og hug- myndir þeirra um umheiminn. Ég heimsótti leikskóla og fékk að lesa bókina fyrir nokkur fimm ára börn. Ég stopp- aði reglulega og ræddi við börnin um valda hluta. Ræddi liti, útlit, morgunkorn, að vera sterkur og fljótur, húsverk, vettvangsferðir og fleira. Ég átti erfitt, mér fannst eins og ég væri að draga athygli barnanna að raunveruleika sem ekki væri þeirra og jafnvel að gefa í skyn að hann væri réttur. Tilfinningin minnti mig á það þegar ég las söguna um Fúsa froskagleypi eftir Ole Lund Kirkegaard (1985), um slánann með sígarettuna hangandi úr munnvikinu og ofbeldið skefjalaust, fyrir leikskólabörn. Sögu sem ég hafði lesið með ánægju fyrir mín eigin börn gat ég varla lesið í leikskóla án ritskoðunar og pólitískrar rétthugsunar tíu árum seinna. Ég fann að sama tilhneiging greip mig, ég vildi skauta yfir ákveðin atriði í textanum. Vildi fletta sumu hratt, ekkert að rýna of mikið í myndir. Eftir lesturinn velti ég bókinni mikið fyrir mér, sérstaklega vegna þeirra tilfinninga sem hún kallaði fram. Ég las kennsluleiðbeiningar Lundarsels og pældi áfram. Leitaði í fræðin þar sem fjallað er um afbyggingu texta og um kynjaðan texta. Ég rifjaði upp hugmyndir Freire um að til að geta breytt hlutum verðum við að geta orðað þá, það sé fyrsta skrefið. Er það viðfangsefni bókarinnar: Að orða það sem ekki er sagt eða enginn vill segja en liggur samt í augum upp? Ég las MacNaughton (2005) þar sem fjallað er um mótun kyns í gegnum orðræðuna um rétt barna til að vera ekki ákveðið kyn. Ég velti fyrir mér valdinu sem felst í orðræðunni. Hvers vegna er strákasagan með inngangi ráðherra? Á ég að lesa eitthvað út úr því? Er ég að oftúlka? Ég hugsaði um tengsl paródíunnar og ádeilunnar og mörkin þar á milli. Er í bókinni farið yfir þessi mörk eða er ég að fara yfir mörkin?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.