Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 137
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 137
KriStÍn dÝrfJÖrÐ
Loks ákvað ég að heyra í einni þeirra sem lengsta reynslu hafa í að nota þessa
bók í vinnu með börnum hérlendis, Helgu Maríu Þórarinsdóttur, leikskólakennara
í Lundarseli. Ég fékk að vita að á sínum tíma hefðu leikskólakennarar í Lundarseli
farið í gegnum svipaðar pælingar og tilfinningar og ég. Þær hefðu jafnvel velt fyrir
sér hvort bókin væri í raun það tæki sem henni var ætlað. Þær lásu hana og kortlögðu
þær klípur og álitamál sem þar komu upp. Í Lundarseli er áralöng hefð fyrir barna-
heimspeki og þar er líka hefð fyrir því að nota barnabækur sem grunn samræðunnar.
Sem liður í undirbúningi er það vinnuvenja að kortleggja sögur til að greina möguleg
álitamál og tækifæri til samræðu. Strax var tekin sú ákvörðun að lesa aðeins eina opnu
í einu í hópastarfi og gefa sér góðan tíma til að fara í gegnum bókina. Svo er unnið
áfram með hverja opnu og ekki hætt fyrr en viðkomandi leikskólakennara finnst hún
hafa náð ákveðnu markmiði með umræðunni. Þegar leikskólakennararnir eru í heim-
speki eru það venjulega börnin sem setja fram vangaveltur og þær fylgja og stýra eins
lítið og hægt er. Hins vegar sagði Helga María mér að þær hefðu tekið þá ákvörðun
að vera stýrandi í umræðu um bókina, þannig að ef börnin koma ekki auga á álita-
málin þá koma þær með spurningar sem beina þeim í átt að þeim. Svo dæmi sé tekið
er einn leikskólakennarinn stutthærð en börnin voru alveg ákveðin í að konur geti
ekki verið með stutt hár, jafnvel þó ein slík sæti á móti þeim. Í því tilfelli var ekki
hætt fyrr en þau sáu að þetta er ekki alls kostar rétt. Kennarinn bendir hins vegar
ekki bara á kollinn á sér og segir „sjáið“ heldur finnur hún aðrar aðferðir svo börnin
geti sannreynt þá kenningu sína að allar konur séu síðhærðar og við þá sannreynslu
komist að eigin niðurstöðu. Annað dæmi er að í bókinni er sagt að Rósa vakni og
sjái bílabraut á gólfinu. Eftir að hafa rætt um bílabrautir og hver ætti þær og mætti
leika með þær (strákar) kom Helga María með braut sonar síns og setti upp í næsta
heimspekitíma. Síðan var umræða um hvað það væri við brautina sem gerði hana að
strákadóti, hvort bara karlar keyrðu bíla. Til að kanna það fóru börnin út á bílaplan
leikskólans og fylltu út eyðublað um hverjir sætu undir stýri. Til að finna hvort til er
sérstök stráka- og stelpulykt útbjó leikskólakennarinn prufur með mismunandi lykt
og börnin áttu að dæma um hvort hún væri stráka- eða stelpulykt. Niðurstaðan var sú
að þetta væri ekki annaðhvort svart eða hvítt. Á þennan hátt er bókin tekin fyrir, opnu
fyrir opnu, og dugir til vinnu í heilan vetur. Börnunum og hugmyndum þeirra um
kyn og kynhlutverk var ögrað og þau sannreynd eða að þau komust að því að lýsingar
bókarinnar standast ekki. Þegar ég spurði Helgu Maríu hvert markmið þeirra með
bókinni væri svaraði hún að það væri að börn skynjuðu og vissu að þau megi vera
eins og þau vilja án tillit til kyns. „Og að í hinum allra besta heimi skipti ekki máli í
hvaða líkama barnið vaknar, umhverfið komi á sama hátt fram við það.“
Í Lundarseli var upphaflega ákveðið að vinna með bókina með 4 ára börnunum og
eru rökin þau að þá séu þau að byrja að draga sig í leiki með eigin kyni. Þau eru að
verða meðvitaðri um hvað felist í að vera strákur eða stelpa.
Það skal viðurkennt að það var ekki fyrr en ég ræddi við Helgu Maríu og fékk hjá
henni lýsingu á upplifun hennar á bókinni að ég sættist með sjálfri mér á að hún sé
verðug eign og umfjöllunarefni í leikskólum. En um leið er ég sannfærð um að hana
á alls ekki að lesa sem hverja aðra barnabók. Hún á fyrst og fremst að vera tæki til að