Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 137

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 137
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 137 KriStÍn dÝrfJÖrÐ Loks ákvað ég að heyra í einni þeirra sem lengsta reynslu hafa í að nota þessa bók í vinnu með börnum hérlendis, Helgu Maríu Þórarinsdóttur, leikskólakennara í Lundarseli. Ég fékk að vita að á sínum tíma hefðu leikskólakennarar í Lundarseli farið í gegnum svipaðar pælingar og tilfinningar og ég. Þær hefðu jafnvel velt fyrir sér hvort bókin væri í raun það tæki sem henni var ætlað. Þær lásu hana og kortlögðu þær klípur og álitamál sem þar komu upp. Í Lundarseli er áralöng hefð fyrir barna- heimspeki og þar er líka hefð fyrir því að nota barnabækur sem grunn samræðunnar. Sem liður í undirbúningi er það vinnuvenja að kortleggja sögur til að greina möguleg álitamál og tækifæri til samræðu. Strax var tekin sú ákvörðun að lesa aðeins eina opnu í einu í hópastarfi og gefa sér góðan tíma til að fara í gegnum bókina. Svo er unnið áfram með hverja opnu og ekki hætt fyrr en viðkomandi leikskólakennara finnst hún hafa náð ákveðnu markmiði með umræðunni. Þegar leikskólakennararnir eru í heim- speki eru það venjulega börnin sem setja fram vangaveltur og þær fylgja og stýra eins lítið og hægt er. Hins vegar sagði Helga María mér að þær hefðu tekið þá ákvörðun að vera stýrandi í umræðu um bókina, þannig að ef börnin koma ekki auga á álita- málin þá koma þær með spurningar sem beina þeim í átt að þeim. Svo dæmi sé tekið er einn leikskólakennarinn stutthærð en börnin voru alveg ákveðin í að konur geti ekki verið með stutt hár, jafnvel þó ein slík sæti á móti þeim. Í því tilfelli var ekki hætt fyrr en þau sáu að þetta er ekki alls kostar rétt. Kennarinn bendir hins vegar ekki bara á kollinn á sér og segir „sjáið“ heldur finnur hún aðrar aðferðir svo börnin geti sannreynt þá kenningu sína að allar konur séu síðhærðar og við þá sannreynslu komist að eigin niðurstöðu. Annað dæmi er að í bókinni er sagt að Rósa vakni og sjái bílabraut á gólfinu. Eftir að hafa rætt um bílabrautir og hver ætti þær og mætti leika með þær (strákar) kom Helga María með braut sonar síns og setti upp í næsta heimspekitíma. Síðan var umræða um hvað það væri við brautina sem gerði hana að strákadóti, hvort bara karlar keyrðu bíla. Til að kanna það fóru börnin út á bílaplan leikskólans og fylltu út eyðublað um hverjir sætu undir stýri. Til að finna hvort til er sérstök stráka- og stelpulykt útbjó leikskólakennarinn prufur með mismunandi lykt og börnin áttu að dæma um hvort hún væri stráka- eða stelpulykt. Niðurstaðan var sú að þetta væri ekki annaðhvort svart eða hvítt. Á þennan hátt er bókin tekin fyrir, opnu fyrir opnu, og dugir til vinnu í heilan vetur. Börnunum og hugmyndum þeirra um kyn og kynhlutverk var ögrað og þau sannreynd eða að þau komust að því að lýsingar bókarinnar standast ekki. Þegar ég spurði Helgu Maríu hvert markmið þeirra með bókinni væri svaraði hún að það væri að börn skynjuðu og vissu að þau megi vera eins og þau vilja án tillit til kyns. „Og að í hinum allra besta heimi skipti ekki máli í hvaða líkama barnið vaknar, umhverfið komi á sama hátt fram við það.“ Í Lundarseli var upphaflega ákveðið að vinna með bókina með 4 ára börnunum og eru rökin þau að þá séu þau að byrja að draga sig í leiki með eigin kyni. Þau eru að verða meðvitaðri um hvað felist í að vera strákur eða stelpa. Það skal viðurkennt að það var ekki fyrr en ég ræddi við Helgu Maríu og fékk hjá henni lýsingu á upplifun hennar á bókinni að ég sættist með sjálfri mér á að hún sé verðug eign og umfjöllunarefni í leikskólum. En um leið er ég sannfærð um að hana á alls ekki að lesa sem hverja aðra barnabók. Hún á fyrst og fremst að vera tæki til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.