Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 140

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 140
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011140 HUxarinn Í verkefnabókinni er inngangur sem ber yfirskriftina Í upphafi ferðar. Þar kemur fram að „nauðsynlegt [sé] að halda heimspeki/lífsleikni að ungu fólki“ (bls. 6) og að: „Huxarinn er hugsaður sem fræ í akur unglinga, umhugsunarefni um allt frá fjár- málum til skilgreininga hugtaka“ (bls. 7). Út frá tilvitnununum og undirtitli bókar má velta fyrir sér markmiði bókarinnar; meira um það síðar. Á eftir inngangi eru 30 ótölusettir kaflar: Verkefni dagsins: konur, Verkefni dagsins: karlar, Félagsmótun, Verkaskipting, Kynímynd og fjölmiðlar, Kynbundnir eiginleikar kynjanna, Kyn- skipting hlutverka, Skilnaður í fjölskyldum, Spáum í kynjaðar tilfinningar, Ástin, Ljóð um ástina, Staðalímyndir í bókmenntum, Ofbeldi, Ég 25 ára, Að eiga barn eða ekki, Fóstureyðing og ungir foreldrar, Að kaupa bíl, Að reka bíl, Að taka bílpróf, Innkoma og útgjöld heimilisins, Klíkur, Mýtur, Hæfileikar og langanir, Hegðun fólks og heim- speki, Aðstæður og viðbrögð, Siðferðilegar klemmur, Kynlíf og kynsjúkdómar, Kyn- bundið uppeldi, Knús og Síðasta verkefnið. Í upphafi og við lok hvers verkefnis leggja nemendur mat á skilning sinn og þekkingu á efninu með því að haka í viðeigandi reit (mjög góður, góður, sæmilegur, slakur). Af upptalningunni og fjölda síðna má ráða að víða er drepið niður fæti. Undirtitill Huxarans, þ.e. Verkefnabók í jafnréttisfræðslu, gefur fyrirheit um að þema bókarinnar sé einmitt það og af sumum yfirskriftanna má ráða að viðfangsefnið sé nánar tiltekið jafnrétti kynjanna. Þó virðist sem höfundur hafi einnig haft önnur markmið í huga eins og kemur fram í inngangi verkefnabókar. Hér virðist því vera á ferðinni gamal- kunnugt stef, jafnréttinu er bætt við, í þessu tilfelli lífsleikni, í stað þess að veita því þann sess sem því ber. Í raun ætti að samþætta kynjajafnréttisfræðslu og kynjafræði annarri fræðslu sem skólinn innir af hendi. Ég efast ekki um góðan ásetning höfundar en sumt í bókinni virðist beinlínis til þess fallið að vinna gegn jafnrétti kynjanna. Í Huxaranum er fjallað um klíkur. Í kennaraheftinu er talað um foringja í klíkum og notað hugtakið „queen bee“ og innan sviga sagt að það eigi við bæði stráka og stelpur (bls. 21). Umfjöllun um foringja er á neikvæðum nótum og því stingur það í augu að foringinn sé kvengerður með því að vísa til hans/hennar sem „queen bee“. Fjöldi rannsókna bæði hérlendis og erlendis fjallar um erfiðleika kvenna við að komast í hlutverk foringja eða leiðtoga og viðmótið sem mætir þeim í hlutverkinu. Einnig má velta fyrir sér hver sé tilgangurinn með því að fjalla um foringja og nota til þess erlent hugtak og að sama skapi stingur í augu að sjá fjallað um homma sem „gay“ (bls. 23 í kennaraheftinu). Af hverju notar höfundur ekki orðið hommi? Það er orð sem sam- kynhneigðir karlar börðust fyrir að yrði notað og er samofið réttindabaráttu þeirra. Huxarinn líður einnig fyrir það að varpa fram að því er viðist staðlausum stað- hæfingum. Í verkefnabók í kaflanum Skilnaður í fjölskyldum eiga börnin m.a. að svara spurningunum „Hvers vegna vilja börn yfirleitt ekki tala um það þegar for- eldrar þeirra skilja?“ og „Af hverju halda skilnaðarbörn oft meira með öðru hvoru foreldrinu?“ Er hér verið að biðja börnin um að staðfesta mýtur um upplifun barna af skilnaði foreldra sinna eða eiga þessar fullyrðingar sér fræðilegar stoðir? Í bókinni gefast einnig tækifæri til að flétta saman kynjajafnréttisfræðslu og annarri fræðslu. Í kaflanum Innkoma og útgjöld (að viðbættu „heimilisins“ í Kennaraheftinu) er sagt frá meðaltekjum karla og meðaltekjum kvenna. Í verkefnabókinni eru börnin spurð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.